Réttur - 01.01.1950, Síða 53
RÉTTUR
53
Atvinnumálaráðherra Sósíalistaflokksins í nýsköpunar-
stjórninni, Áki Jakobsson, hafði þegar látið kaupa mikið af
vélum til herzluverksmiðjunnar. Þær hafa ekki fengizt
settar upp. Auðhringar Engilsaxa hafa sigrað sjálfstæðis-
viðleitni íslendinga í stóriðju, eins og „Almenna verzlunar-
félagið" innréttingar Skúla fógeta forðum. „En aftur
mun þar verða haldið af stað, unz brautin er brotin til
enda.“
Áburðarverksmiðjan er enn heldur ekki komin lengra en
á „lagastigið". Lög um hana eru samþykkt, eins og um
lýsisherzlustöðina o. fl. — En eins og lög Alþingis þurftu
staðfestingar Danakonungs, áður en við fengum fullveldi,
— eins þurfa nú lög frá Alþingi, þó staðfest séu af forseta
lýðveldisins, að fá náð og blessun renntukammersins hjá
einræðisherrum auðsins í Washington, til þess að mega
framkvæmast. Og voldugir auðhringar erlendis hafa þegar
sagt að fsland hafi ekkert við það að gera að framleiða
áburð til útflutnings. (Sjá nánar um þetta í „Rétti“ 1948,
bls. 226—236 óg 243—250). „Nýlenda varstu og nýlenda
skaltu vera“ — er boðskapur þessara ,,samstarfslanda“ til
íslands.
Sementsverksmiðjan var einn þátturinn í „risaáætlun-
inni“, einn sá eðlilegasti og sjálfsagðasti í alla staði. Sú
verksmiðja átti að kosta 15 milljónir króna eins og fyrst
var gengið frá hugmyndum um hana. Þá þótti mjög kleift
að hefjast 'handa. 1 vetur var friunvarpið um þessa verk-
smiðju aftur lagt fyrir þingið. Þá var reiknað með að hún
kostaði 30 milljónir króna. Nú er reiknað með 45 milljónum
króna. Ekki er þetta vegna þess að verksmiðjan hafi stækk-
að í meðförunum, heldur er það hitt að dollarinn hefur
vaxið, hann gleypir nú þrefalt fleiri ísl. krónur en' fyrr —
og gerir oss að sama skapi erfiðara um allar framkvæmdir.
Þannig hefur Bandaríkjastjórn og Marshallflokkarnir á
undanförnum árum verið að draga íslendinga niður, hindra
framfarir vorar, drepa stórhug vorn og slá nú rothöggið
i