Réttur


Réttur - 01.01.1950, Side 55

Réttur - 01.01.1950, Side 55
HÉTTUR 55 ins, og þar með bann við þeim framförum atvinnulífsins, sem ekki eru þessum drottnum að skapi. 3. Einokunarklæmar halda þjóðinni fastri undir svipu- liöggum Marshallkrcppunnar. Kreppan er nú dunin yfir fsland. Hún hefur orðið lýðum Ijós eftir áramótin 1949—1950, þegar fara átti að gera nýja verzlunarsamninga og í ljós kom að Marshallþjóðirnar, þær viðskiptaþjóðir, sem fhaldið, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn hafði f jötrað oss við, vildu svo að segja ekkert af afurðum okkar kaupa. Þessi kreppa hafði verið að búa um sig tvö undanfarin ár og skall nú yfir ísland með allri sinni ógn. Sósíalistar höfðu varað við henni í kosningunum 24. október 1949, en Marshallflokkarnir varast að minnast á að nokkuð slíkt væri í vændum. Nú lokaðist að heita má ísfiskmarkaðurinn í Þýzkalandi, sá markaður, sem 1948 var notaður til að gylla Marshall- okið með. fsfiskmarkaðurinn í Englandi minnkaði svo mik- ið að 20 togarar voru farnir á saltfiskveiðar í apríl, þótt sýnt þætti að offramleiðsla, miðað við markað auðvalds- landanna, yrði á saltfiski. Freðfiskmarkaðurinn hrundi svo ægilega, að England og Holland, sem keypt höfðu 20 þús. tonn af um 30 þúsund tonna heildarútflutningi 1949, kaupa nú lítið sem ekkert, Þýzkaland alls ekkert og hin Marshall- löndin minkandi magn. Sovétríkin höfðu 1946 keypt 15 þúsund tonn af freðfiski frá Islandi eða helming ársframleiðslu vorrar. En nú 'höfðu Bandaríkin bannað leppstjórn sinni á íslandi slíka stór- verzlun við Rússa. Auðkóngar Ameríku álíta það pólitískt hættulegt fyrir sig, ef ísland getur átt mikil viðskipti við .. Sovétrikin. Það geti ef til vill gert Island efnahagslega óháðara og því erfiðara fyrir amerísku auðdrottnana að. undiroka það. Þessvegna líta þessir einræðisherrar auðsins

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.