Réttur - 01.01.1950, Síða 61
RÉTTUR
61
Þó holdið á örmunum þrútnaði þar,
sem þrælkaði faðirinn hlekkina bar:
það harkaði’ hann af sér í hljóði. —
En kvölin, sem nísti hann, er nakinn hann lá
og níðingahnúarnir geingu’ honum á:
hún brennur í sonarins blóði.“
Baráttan gegn einokun auðhringanna og eymdinni, sem
hún er að leiða yfir alþýðu, er hafin.
Öll launabarátta verkalýðsins gegn afleiðingum gengis-
lækkunarinnar er snar þáttur þeirrar baráttu.
Öll viðleitni Islendinga til þess, að losna undan verzlun-
aroki erlendu auðhringanna og arðráni innlendu heild-
söluklíkunnar, er þáttur þeirrar baráttu.
Barátta bænda gegn auknu arðráni auðhringa þeirra,
er féfletta þá með okri á áburði, fóðurmjöli o. s. frv.,
• — barátta útvegsmanna gegn olíuhringum, feitihringnum
(Unilever) og annarri ánauð, — eru einnig þáttur slíkrar
þjóðbaráttu, en leiða þó því aðeins til sigurs að baráttan
sé háð við hlið alþýðunnar, en eigi sé látið undan síga við
smáfríðindi á kostnað alþýðu og þannig gengið í lið með
auðhringavaldinu.
Stjórnmálaþarátta Sósíalistaflokksins beinist á þessu
sviði að því að hindra að járnhæll hins ameríska Mammons
fái traðkað gæfu íslenzku þjóðarinnar í svaðið, eyðilagt
frelsi vort og gert ísland að flagi fyrir stríðsnaut sín.
Island á ærinn auð, til þess að öllum börnum þess geti
liðið vel. Það fundum við, þótt í smáum stíl væri 1945—’47,
þegar allir unnu og létt var nokkuð á erlendu arðránsf jötr-
unum. Og hvenær, sem þjóðin er samtaka, getum við skap-
að slíkt og betra ástand aftur: atvinnu handa öllum, efna-
hagsframfarir og bætt lífskjör. En til þess verður alþýða
Islands að fylkja sér um Sósíalistaflokkinn og ráða meiru
í stjórnmálum landsins en þá.