Réttur


Réttur - 01.01.1950, Side 62

Réttur - 01.01.1950, Side 62
EYÐIMERKUR RÆKTAÐAR OG FJÖLLIN FLUTT Grein sú, er hér fer á eftir birtist 9. nóv. síðastliðinn í blaðinu Neues Deutschland, sem er blað hins sam- einaða Sósíalistaflokks í Berlín. Hún fjallar um stór- kostlegar framkvæmdir í Sovét-Asíu, þar sem rúss- neskir verkfræðingar nota m. a. kjarnorkuna til að sprengja fljótum farveg gegnum fjallaskörð. — Þegar við lítum á landabréí, mun flestum okkar finnast að fjöll bess og sléttur, vötn og vatnsföll sé ákveSið og staðsett af for- sjóninni og verði ekki haggaS né betrumbætt. En þaS eru til menn, sem líta öSrum augum á þessa grænu, bláu og brúnu liti landabréfsins. Þeir spyrja sjálfa sig djarflega: HvaS er þaS t hér, sem breyta þarf svo líf íbúanna verSi auSveldara, fegurra og ríkara aS menningu. Mitrofan Mikhailovich Davidov er einn af þessum mönnum. Davidov er sonur verkamanns í Uzbekistan, sem er hrjóstrugt land vegna vatnsskorts, en baSmullarekrurnar þar eru vökvaSar meS dýrum áveitum. Hann stundaSi nám í höfuSborg héraSsins Tashkent og gerSist vatnsveitufræSingur. Þegar hann áriS 1922 kom heim í héraS sitt aftur, eftir aS hafa tekiS þátt í byltingunni, fékk hann þaS hlutverk aS koma áveitu- virkjununum í MiSasíu aftur í lag. ÁriS 1933 var hann kallaSur til Moskvu, þar sem hann vann aS stórum vatnsvirkjunaráætl- unum, sem þá voru á döfinni. Eftir aS Davidov hafSi fengiS þennan undirbúning, helgaði hann krafta sína, — eftir styrjaldar- lokin, — hinu erfiða viðfangsefni fyrir hiS síþyrsta ÍJzbekistan — hvernig afla mætti vatns, svo eyðisöndum yrði breytt í frjósama akra. I

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.