Réttur - 01.01.1950, Page 73
RETTUH
73
við hann, eða gera hann að smámunum einum. Jafnframt er eigna-
aukaskatturinn frá 1947 felldur niður.
Eina umtalsverða breytingin, sem gerð var frá upprunalega
frumvarpinu, eru ákvæðin um skatt þennan. — Hitt er vafamál
hvort heildarupphæð skattsins verður meiri að öllu samanlögðu,
samkvæmt breytingunni. Forðast var að gera nokkra áætlun um
upphæðina.
Þingmenn Sósíalistaflokksins báru fram fjölda margar breyt-
ingartillögur við frumvarpið og eru þessar hinar helztu.
1. Oll laun, tryggingarbætur o. s. frv. skulu greidd með fullri
verðlagsuppbót, samkvæmt gildandi vísitölu sem reiknuð sé út
mánaðarlega, með sama hætti og áður en kaupgjaldsvísitalan var
bundin við 300.
2. Tryggt sé lágmarksverð á fiski til bátaútvegsmanna og sjó-
manna miðað við 93 aura fyrir kg. af nýjum fiski.
3. Neytendum sé tryggt frelsi til að skipta við þær verzlanir,
sem þeir óska og telja sér hagkvæmt, nreð þeim hætti að innflutn-
ings- og gjaldeyrisleyfum, sé skipt jafnt milli allra landsmanna og
úthlutað til einstaklinga.
4. Utflytjendum sé heimilt að selja afurðir sínar á erlendum
markaði og kaupa vörur í skiptum, að svo miklu leyti sem ríkis-
stjórninni tekst ekki að selja þær og ekki fer í bága við milliríkja-
samninga eða innflutningsákvæði, enda séu slík viðskipti algerlega
háð venjulegu verðlagseftirliti.
Allar þessar tillögur voru felldar af hinu sameinaða afturhaldi.
í greinargerð frumvarpsins fullyrtu ríkisstjórnin og hagfræðingar
hennar að áhrif þessarar lagasetningar mundu verða þessi:
Verð á nýjum fiski mundi hækka upp í 93 aura.
Öll framleiðslutæki sjávarútvegsins mundu verða fullnýtt. Þess-
vegna mundi gjaldeyrisframleiðslan stóraukast. Þetta mundi verða
til þess að draga úr vöruskortinum, svo að hægt yrði að gefa verzl-
unina frjálsa. Það mundi hinsvegar hafa gagnger áhrif til lækk-