Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 75

Réttur - 01.01.1950, Síða 75
RÉTTUR 75 undir 20%. Allt bcndir til þess að það hafi ekki verið of hátt áætlað. Utkoman verður því í stuttu máli þessi: Verðlag stórhækkar og kjörin rýrna að sama skapi. Framleiðslan dregst saman, vöru- skorturinn eykst og hert verður á verzlunarhöftunum. — Djiíp- tæk kreppa er í uppsiglingu og fjárhagshrun yfirvofandi. Viðbúnaður verkalýðssamtakanna. Samkvæmt áskorun verkamannafél. Dagsbrún og fleiri félaga, boðaði stjórn Alþýðusambandsins til ráðstefnu, sem haldin var 12.—14. marz í Reykjavfk, með fulltrúum frá stjórnum flestra verkalýðsfélaga landsins. Verkefnið var að ræða sameiginlegar að- gerðir samtakanna gegn gengislækkuninni. Ráðstefnan samþykkti einróma ályktun og voru helztu atriði hennar þessi: Ráðstefnan lýsir yfir: ,,að hún telur frumv. það til laga um gengisskráningu, launa- breytingar, framleiðslugjöld o. fl., ef að lögum yrði, fela í sér svo freklega skerðingu á launum og lífskjörum alþýðumanna í land- inu, að ekki verði við un'að, og skorar ráðstefnan á Alþingi að fella frumvarpið í þeirri eða líkri mynd, sem það er nú, en verði frum- varpið þannig samþykkt, eða hliðstæðar ráðstafanir gerðar, telur ráSstefnan að ekki verði hjá f>ví komizt að verkalýðsfélögin geri alvarlegar gagnráðstafanir. Hinsvegar lýsir ráðstefnan yfir því, að hún telur að vandamál atvinnuveganna verði, eins og nú et> komið málum aðeins leyst með öflun nýrra markaða, sem fjölbreyttastri vöruframleiðslu, lækkun verzlunarkostnaðar, afnámi hins mikla gróða verzlunar- stéttarinnar, lækkun vaxta, auknini tækni, breyttum vinnuað- ferðum og með algerðum niðurskurði á skriffinnsku og óþarfa nefndabákni ríkisvaldsins". Aftur á móti tókst sambandsstjórninni að fá fellda tillögu um

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.