Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 77

Réttur - 01.01.1950, Síða 77
RETTUR 77 Stéttardómar. 25. marz féll undirréttardómur í máli því sem ríkisstjórnin lét höfða gegn nokkrum mönnum, sem þátt tóku í mótmælunum gegn landráðunum 30. marz s.l. ár. 20 menn voru dæmdir í samtals 116 mánaða fangelsi. Stefán Ögmundsson, sem talaði af hálfu fúlltrúaráðs verkalýðsfélaganna á mótmælafundinum fékk 18 mánaða fangelsi og var sviptur kosningarétti og kjörgengi. 3 menn voru dæmdir í 12 mánaða fangelsi og einnig sviftir kosn- ingarétti og kjörgengi. 3 menn fengu 6 mánaða fangelsi, 5 fjögra mánaða og 8 þriggja mánaða. Öllum dómunum var áfrýjað til hæstaréttar. Ekki þarf að taka það fram, að dómar þessir eiga ekkert skvlt við lög og rétt. Þeir eru hefndarráðstöfun sekra manna, og felldir samkvæmt fyrirskipun dómsmálaráðherrans, Bjarna Benedikts- sonar, af hlýðnum verkfærum. Forsendurnar eru í flestum tilfell- um vitnisburðir keyptra ljúgvitna, en framburður annarra vitna ekki tekinn gildur. Stefán Ögmundsson er dæmdur fyrir að skýra mannfjöldanum frá svörum stjórnmálaflokkanna við kröfu mót- mælafundarins um þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðrir eru dæmdir fyrir að hafa gert tilraun til að verjast óðum hvítliðaskríl, sem sigað var á fólkið, eða lögreglumönnum, sem misst höfðu alla stjórn á skapi sínu. Sumir þessara manna höfðu þó ekki einu sinni gert tilraun til að verjast og sannanlega ekki unnið annað til saka en að vera misþyrmt af hvítliðunum eða lögreglunni. Allur málatilbúnaðurinn bregður upp táknrænni mynd af stjórnarfari því og réttaröryggi, sem við íslendingar eigum við að búa um miðja 20. öldina. Valdhafarnir, eða nánar til tekið Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði yfirstjórn þessara mála á hendi, réðu til sín fjölda manna upp á kaup, er skyldu hafa það verkefni að dreifa sér meðal mannfjöldans, festa sér vel í minni þau andlit, sem þeir þekktu, og kæra svo þessa kunningja sína og vinnufé- laga fyrir lögreglunni, svo hægt væri að dæma þá til fangelsisvist-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.