Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 79

Réttur - 01.01.1950, Page 79
RETTUR 79 um kafnir aÖ finna upp nýjar og nýjar brellur til að koma í veg fyrir að eining tækist. — Eftir að sýnt var aS þaS mundi ekki takast, létu þeir stjórnir Sjómannafélags Reykjavíkur og Verka- kvennafélagsins Framsókn skerast úr leik. Þvt næst hóf AlþýSu- blaSið upp raust sína með sefasjúkum árásum á verkalýðs- samtök Reykjavíkur og skoraði á menn að taka ekki þátt í kröfu- göngunni. — Seinasta tilraunin til að koma illu af stað var til- nefning Helga Hannessonar, forseta AlþýSusambands íslands, sem ræðumanns á útifundinum á Lækjartorgi. Var það talin hæfi- leg móðgun viS verkalýðssamtökin, því Helgi þessi er frægastur fyrir verk, sem verkamenn telja til hinna verstu glæpa: verkfalls- brot. Maður þessi brást heldur ekki því trausti, sem honum var sýnt. Fyrri hluti ræðu hans var að vísu andmæli gegn gengislækk- uninni, en seinni hlutinn mótmæli gegn því að stéttardómunum út af 30. marz var mótmælt, ásamt lofgerð um marshallstefnuna og Atlanzhafsbandalagið. Mannfjöldinn tók manni þessum og ræðu hans meS ískaldri fyrirlitningu. Hátíðahöldin 1. maí urðu mikill sigur fyrir verkalýðinn og ósigur fyrir andstæðinga hans. Þau voru góður fyrirboði. 12. maí 1950. Brynjólfur Bjarnason.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.