Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 4

Réttur - 02.05.1950, Síða 4
84 RÉTTUR ræningjarnir frá Evrópu frá því þeir fyrst lögðu leið sína þar austur eftir, reynt að láta greipar sópa um auðlind- ir þessara landa, stundum undir yfirskyni kaupmennsk- unnar, eins og Hörmangarar hér, en oftast sem opinberir ránsmenn, er með ofbeldi lögðu landið undir sig og arð- rændu það síðan. Portugalar tóku Malakka-borg, — sem þá var sá lykill að samgöngum og viðskiptum um Sundin þar eystra, sem Singapore nú er, — árið 1511. Hollendingar tóku hana síðan af þeim 1641. 1795 tóku Bretar hana af Hollending- um og notuðu hana sem stökkpall til að leggja undir sig Indlandseyjar, en urðu að afhenda Hollendingum þessar nýlendur aftur eftir fall Napoleons. En brezka auðvaldinu tókst að kaupa Singapore-eyjuna af soldáni einum 1819, fyrir 4 milljónir dollara, og 1824 komst Malakka aftur undir brezkt vald, og síðan var smám saman brotinn eða keyptur undir vald brezkra auðmanna mestallur Malakka- skagi. Síðan hafa brezku auðfélögin rænt auðlindir Malakka- skaga í rúma öld, unz þau flúðu fyrir Japönum í síðustu heimsstyrjöld. Veigamestu auðlindirnar, sem Bretar hafa ausið arði af, eru gúmmí-ekrurnar og tin-námurnar. Gildi þessara auðlinda fyrir Breta sést bezt af því, að fyrir stríð voru framleidd á Malakkaskaga % af allri giimmí-framleiðslu heimsins og af tin-framleiðslu hcimsins. Og hvortveggja þessar afurðir seldust fyrst og fremst í Bandaríkjunum, svo að nú eftir stríð, fengu Bretar fleiri dollara fyrir út- flutning frá Malakkaskaga en frá Bretlandi sjálfu. Brezku auðfélögin raka saman of fjár á sölu þessara afurða. Dunlop Rubber Co., eitt bílhringafélag í Malaja- löndum, græddi síðasta ár rúmar 10 milljónir sterlings- punda (10,768,000 f). Og því gífurlegri sem gróði gúmmí- og tinkónganna er, því ömurlegri eru laun verkamann- anna á Malakkaskaga. 1947 voru launin rúm 4—5 sterl-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.