Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 13

Réttur - 02.05.1950, Síða 13
flÉTTUR 93 og réttlætistilfinningu, til að rísa upp og berjast í heima- landi sínu gegn aðförum hinnar voldugu brezku yfirstéttar og ríkisstjórnar Bretlands. Keir Hardie, brezki verkalýðsleiðtoginn, fyrsti óháði verkamannaþingmaðurinn, barðist gegn Búastríðinu. Hann aðvaraði brezku verkamennina — um hvað heimsveldis- stefna brezka auðvaldsins þýddi fyrir þá: „Því stærra sem heimsveldið er, því þyngri verða hernaðarútgjöldin, og því verra verður hlutskifti verkamannanna." Keir Hardie tók afstöðu gegn heimsveldisstríðinu 1914 og sorg hans yfir svikum sósíaldemókrataleiðtoganna þá leiddi hann til bana 1915. Það var um hann, sem Stephan G. orti þessar línur það ár í „Vopnahlé": „Hver hafa orðið forlög foringjanna fáu þeirra, er ekki hafa brugðið friðarmæli sín, og vildu ei svíkja sannleikann í voða? Einn1 er myrtur, annar2 fyrir sömu sök er gerður svívirðing í eigin hóp og dæmdur, yfirgefinn rænulaus af raunum reikar nú sá þriðji3 um grafarbakkann." Nú berst Kommúnistaflokkur Stóra-Bretlands gegn ný- lendustríði brezka auðvaldsins. Forustumenn hans Pollitt, Gallacher og Palme Dutt hafa haldið uppi heiðri brezkrar verkalýðshreyfingar og bjargað orðstír hinnar miklu brezku þjóðar með því að brennimerkja frammi fyrir heim- inum þá smán, sem núverandi valdhafar Bretlands gera þjóð sinni með níðingsverkinu í Malajalöndum. Og nú tekst ekki lengur að brjóta á bak aftur þá, sem „vildu ei svíkja sannleikann í voða.“ Nú er fjöldinn vaknaður til meðvitundar um rétt sinn J) Jean Jaurés — 2) Liebknecht — 3) Keir Hardie“. (Skýringar Stephans G. sjálfs).

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.