Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 30

Réttur - 02.05.1950, Side 30
110 RÉTTUR tíð og laga sig af hyggindum eftir hinum nýju aðstæðum. Marg- ir sósíaldemókratar féllu fyrir ögrununum og leiddust út í anark- isma. Aðrir hlupu frá öllum kenningum sínum og sukku niður í borgaralegan líberalisma. En Bebel stóð án þess að hvika á sín- um stað, taldi kjark í suma, hélt aftur af öðrum, sem voru hættu- lega bráðlátir, afhjúpaði orðagjálfur enn annarra og stýrði flokkn- um eftir hinni réttu braut alltaf áfram, einungis áfram. Tíu árum síðar neyddist ríkisstjórnin til að nema Sósíalistalögin úr gildi sökum hins vaxandi afls verkalýðshreyfingarinnar. Stefna Bebels reyndist hin eina rétta. í kringum aldamótin átti flokkurinn enn við erfiðleika að etja. Vegna velgengni í iðnaðinum og tiltölulega auðunninna sigra í kjarabaráttunni, tóku hægfara menn meðal sósíaldemaókrata að neita nauðsyninni á ósættanlegri stéttabaráttu og sósíalistískri byltingu. Þeir sögðu: Það er ekki nauðsynlegt að vera ósáttfús, það er ekki nauðsyn á byltingu, það sem við þurfum, er samstarf stéttanna, við þurfum samkomulag við borgarastéttina og ríkis- stjórnina til þess að lagfæra í samvinnu við þessa aðila gallana á núverandi skipulagi. Við skulum greiða atkvæði með fjárlaga- frumvarpi hinnar borgaralegu ríkisstjórnar, við skulum gerast aðilar að hinni borgaralegu ríkisstjórn. Með þessu voru hinir hægfara að grafa undirstöðurnar undan vísindalegum sósíalisma, hinum byltingarsinnuðu baráttuaðferðum sósíaldemókrata. Bebel gerði sér grein fyrir öllum hinum aðsteðjandi hættum og lýsti ásamt öðrum foringjum flokksins miskunnarlausu stríði á hendur hinum hægfara. Á þinginu í Dresden (1903) vann hann fullan sigur á foringjum hinna þýzku endurbótasinna, Bernstein og Vollmar, og lýsti yfir nauðsyn byltingasinnaðra baráttuaðferða. Á þingi alþjóðasambandsins í Amsterdam árið eftir, þar sem sam- an voru komnir sósíalistar frá öllum löndum, sigraði hann hinn alþjóðlega leiðtoga endurbótasinna, Jean Jaurés, og lýsti enn yfir nauðsyn ósættanlegrar baráttu. Upp frá því hélt hann uppi linnu- lausri sókn á hendur hinum „hægfara óvinum flokksins“ og vann á þeim hvern sigurinn af öðrum, í Jena (1905) og Núrnberg (1908). Fyrir það kom flokkurinn út úr þessari innbyrðisbaráttu

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.