Réttur


Réttur - 02.05.1950, Síða 53

Réttur - 02.05.1950, Síða 53
RÉTTUR 133 fara í viðtökulandinu, þá er hitt þó staðreynd að þau eru fjarri fjölskyldum sínum og heimilum, og ekkert og eng- inn getur gengið þeim í þess stað“. Einnig leitast Hour- mouzios við að sanna ibarnarán með því að rífa úr sam- hengi einstakar setningar hafðar eftir vitnum í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Keneth Spencer hrekur fullyrðingar Hourmouzios með eftirfarandi greinarstúf í sama tölublaði: • „Meiri hluti barnanna sem sendur var norður 1948 var fluttur af þeim svæðum sem skæruliðar áttu mestu fylgi að fagna, þ. e. úr Vitsí héraði í slavnesku Makedóníu. Greinilegt er að hvorki var nauðsynlegt fyrir skæruliða né nokkurt vit í að fara að „ræna“ sínum eigin börnum. Og þrátt fyrir óstaðfest rán í einstökum tilfellum, sýndi yfirgnæfandi meirihluti þeirra vitnisburða sem eftirlitsnefndirnar söfn- uðu, að flestir foreldrar gáfu samþykki sitt til þess að börnin yrðu flutt á brott. Og á meðan viðbúnaður er hafður til að setja 12000 börn í búðir á eyjum í Eyjahafi, er síður en svo undarlegt að Alþýðulýðveldin hika við að senda börnin til Grikklands. Það þarf bersýnilega einhverja allverulega tryggingu fyrir því að ibörnin fái i raun og veru að komast til foreldra sinna á ný“. Þorvaldur Þórarinsson íslenzkaði.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.