Réttur - 02.05.1950, Page 57
RÉTTUR
137
í Munchen var hópur hollenzkra stúdent'a, hinn svo
nefndi Schollhópur, sem starfaði leynilega, og gekk ég
í hann. Ég bar ólöglega flugmiða 1 fiðlukassa til ýmissa
staða í nágrenni Munchen.
Fyrir slysni — nazistamir lokuðu götu og handtóku
alla, sem þeir náðu í — lenti ég í klóm Gestapo með
fiðlukassann minn. í lögreglustöðinni í Múnchen var ég
yfirheyrð og pyntuð af mikilli grimmd, en þeir fengu
engar upplýsingar um samband mitt við Scholl.
Ég varð þess vís, að það átti að flytja mig til Ausc-
hwitz, og 1 ofboði hugsaði ég ráð til að flýja. Sú fyrir-
ætlun var nægilega fífldjörf til að heppnast, og í heila
viku fór ég huldu höfði í Múnchen, síðan komst ég til
Vín. þar var ég gripin af Gestapo. Eftir þrjár yfirheyrsl-
ur, en meðan á þeim stóð var ég barin, þar til ég leið
í ómegin, var ég flutt til Auschwitz.
Kvikmyndin Síðasti áfanginn er lýsing á lífinu þar.
Höfundur myndarinnar, pólsk kona, var þar samtíða
mér, og hvert smáatriði myndarinnar er sannsögulegt.
Hjúkrunarkonan, sem söng til þess að aðvara konurnar,
var ég. Atriði þar sem þessi hjúkrunarkona gefur ann-
arri konu sprautu í stað annarrar innsprautingar, sem
var banvæn, er út í æsar sannsögulegt. Það er mér kunn-
ugt um, því að það var ég, sem gaf sprautuna.
Ég hef verið spurð: En var þá enginn meðal þessara
SS-karla og kvenna, sem varðveitt harfði mannlegar
tilfinningar?
Því hef ég til að svara: Þau voru öll viðundur, ekki
mennskir menn. Kynvillt, kvalasjúk, grimm, allt nema
mennskir menn með eðlilegum tilfinningum.
Þau gátu horft á okkur svelta og engjast af kvölum
undan höggum þeirra, án þess að þau kæmust hót við.
Síður en svo. Þau höfðu nautn af að kvelja okkur. Tvisv-
ar á dag var okkur skipað í raðir, það var svokölluð
könnun. Það var ofur einföld en ægileg píning. Við vor-