Réttur


Réttur - 02.05.1950, Side 66

Réttur - 02.05.1950, Side 66
146 RÉTTUR arar að flatarmáli, með matvælum. Þar grotna niður 20.000 lestir af sveskjum. Táknræij fregn birtist í blaðinu Barrons Weekly 19. okt. 1949: „Birgðirnar af eggjadufti geta fullnægt 10 ára neyzlu. Því miður geymast egg ekki. Commodity Credit Corporation hefur einfald- lega eyðilagt 140 milljónir tylfta af nýjum eggjum, og húsmóðir- in verður að bera þennan kostnað með því að borga hátt verð fyr- ir eggin hjá kaupmanni sínum.“ Matvæli eru eyðilögð til að viðhalda háu verði á heimamarkaðin- um og tryggja einokunarhringunum háan arð, og kostnaðinn af þessum framkvæmdum verður hinn almenni skattgreiðandi að borga. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hvernig kapítalisminn leið- ir til eyðileggingar á framleiðsluöflum að yfirlögðu ráði auk þeirr- ar eyðileggingar, sem kreppan hefur sjálfkrafa í för með sér. Hið mikla atvinnuleysi, lækkun launa og hraðversnandi afkoma vinnandi fólks helzt í hendur við gífurlega gróðaukningu banda- rískra og brezkra einokunarhringa (skattar eru dregnir frá eftir- farandi tölum): í Bandaríkjunum hækkaði gróðinn úr 2.3 millj- örðum dollara 1938-upp í 21.2 milljarða dollara 1948, í Bretlandi á sama tíma úr 676 milljónum sterlingspunda upp í 1.275 milljónir sterlingspunda. í sambandi við hina hraðversnandi efnahagsafkomu eftir stríð beita stóru auðvaldslöndin, einkum Bandaríkin, nú aftur undir- boðum í stórum stíl til að leggja undir sig markaðina. Þessum undirboðum er beitt í stórum stíl við sölu landbúnaðar- vara og matvæla, og hallinn er greiddur beint úr ríkissjóði á kostnað skattgreiðenda. „Bandaríski landbúnaðurinn — segir Brannan landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna — finnur, að það þarf að skapa fljótt öndunarholu í Evrópu.“ Öldungadeildarþing- maðurinn Ellender var ennþá opinskárri um Marshalláætlunina út frá því sjónarmiði, að „fjárveitingarnar mundu verða notaðar til að hjálpa oss til að losna við offramleiðslukornið." Fjármálablaðið Wall Street Journal skýrir frá því 18. nóvem- ber 1949, að utanríkisráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti Banda-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.