Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 56

Réttur - 01.08.1950, Page 56
216 RÉTTUR krúnunni fé til styrjalda og reksturskostnaðar. Hér sköp- uðust því höfuðsetur í stjórnmálum, fjármálum og menn- ingarmálum þessara landa, og furstaveldi miðaldanna var brotið á bak aftur. Völd þjóðhöfðingjnna hvíldu ekki leng- ur á fasteignum, heldur á reiðufé og málaliði. öflug ný- tízku þjóðríki voru að myndast. Þýzkaland eignaðist engar slíkar menningar- og athafna- miðstöðvar eins og París og London. Það skiptist milli um það bil 150 fursta, en þar að auki voru þar um 70 óháðar ríkisborgir. í landinu var ekkert afl til, sem gat sameinað þjóðina í eina heild og unnið sigur á leifum lénsveldisins eða sveitamennskunnar. Landið laut ekki einni yfirstjórn, sem studdist við embættismannalið eins og í þjóðríkjunum, nýi tíminn með auðmagni sínu, lærdómi og þjóðernisvakn- ingu sneiddi þar þó engan veginn hjá garði. I Þýzkalandi höfðu myndazt aliblómlegar borgir, hand- iðnir og námugröftur voru stundaðar í vaxandi mæli, iðin og athafnasöm borgarastétt mátti sín talsvert í ýmsum héruðum landsins, en kirkju- og furstaveldi kreppti að gróandanum í þjóðlífinu. Páfastóllinn hafði Þýzkaland að sérstakri féþúfu, þar eð hann missti marga spæni úr aski sínum í nýju þjóðríkjunum. Stjórnir Englands og Frakk- lands reistu t. a. m. alls konar skorður við f járdrætti Róm- arkirkjunnar, en hefðarklerkar Þýzkalands réðu þar öllu í einstökum héruðum og voru auðvitað auðmjúkir skó- sveinar páfa. Fjárplógur páfastólsins olli vaxandi óvild í Þýzkalandi í garð kirkjunnar og borgarastéttin var gjör- hneyksluð á letilífi munka og fátæktardekri klerkanna. Iðni og sparsemi var dyggð í augum borgarans, og at- vinnurekendur var meinilla við hið óhóflega helgidagahald kirkjunnar. Þessir aðilar töldu, að ölmusugjafir ælu upp í fólki leti og ómennsku. Klaustrin höfðu verið fyrirmynd- arstofnanir í jarðrækt, lærdómssetur og griðastaðir lista og vísinda á velmektar tímum sínum, en aðrar stofnanir höfðu nú leyst þau af hólmi. Þau héldu aðeins uppi þús-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.