Réttur


Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 56

Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 56
216 RÉTTUR krúnunni fé til styrjalda og reksturskostnaðar. Hér sköp- uðust því höfuðsetur í stjórnmálum, fjármálum og menn- ingarmálum þessara landa, og furstaveldi miðaldanna var brotið á bak aftur. Völd þjóðhöfðingjnna hvíldu ekki leng- ur á fasteignum, heldur á reiðufé og málaliði. öflug ný- tízku þjóðríki voru að myndast. Þýzkaland eignaðist engar slíkar menningar- og athafna- miðstöðvar eins og París og London. Það skiptist milli um það bil 150 fursta, en þar að auki voru þar um 70 óháðar ríkisborgir. í landinu var ekkert afl til, sem gat sameinað þjóðina í eina heild og unnið sigur á leifum lénsveldisins eða sveitamennskunnar. Landið laut ekki einni yfirstjórn, sem studdist við embættismannalið eins og í þjóðríkjunum, nýi tíminn með auðmagni sínu, lærdómi og þjóðernisvakn- ingu sneiddi þar þó engan veginn hjá garði. I Þýzkalandi höfðu myndazt aliblómlegar borgir, hand- iðnir og námugröftur voru stundaðar í vaxandi mæli, iðin og athafnasöm borgarastétt mátti sín talsvert í ýmsum héruðum landsins, en kirkju- og furstaveldi kreppti að gróandanum í þjóðlífinu. Páfastóllinn hafði Þýzkaland að sérstakri féþúfu, þar eð hann missti marga spæni úr aski sínum í nýju þjóðríkjunum. Stjórnir Englands og Frakk- lands reistu t. a. m. alls konar skorður við f járdrætti Róm- arkirkjunnar, en hefðarklerkar Þýzkalands réðu þar öllu í einstökum héruðum og voru auðvitað auðmjúkir skó- sveinar páfa. Fjárplógur páfastólsins olli vaxandi óvild í Þýzkalandi í garð kirkjunnar og borgarastéttin var gjör- hneyksluð á letilífi munka og fátæktardekri klerkanna. Iðni og sparsemi var dyggð í augum borgarans, og at- vinnurekendur var meinilla við hið óhóflega helgidagahald kirkjunnar. Þessir aðilar töldu, að ölmusugjafir ælu upp í fólki leti og ómennsku. Klaustrin höfðu verið fyrirmynd- arstofnanir í jarðrækt, lærdómssetur og griðastaðir lista og vísinda á velmektar tímum sínum, en aðrar stofnanir höfðu nú leyst þau af hólmi. Þau héldu aðeins uppi þús-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.