Réttur - 01.08.1950, Síða 59
RÉTTUR
219
og snéri máli sínu til þjóðarinnar eins og förumunkamir.
Trúmáladeila var nú í fyrsta sinn háð í áheym almennings.
Árið 1520 sendi hann frá sér þrjú mergjuð rit, sem höfðu
næstum því ótrúleg áhrif. Hér sást í fyrsta sinn, hvílíkur
máttur fylgdi prentlistinni.
Lúther óx ásmeginn, eftir því sem leið á deiluna og skoð-
anir hans skýrðust. Hann byrjaði með árás á aflátssöluna,
en hún snérist brátt í árás á páfa og síðan alla skipan
kirkjunnar. Lúther lýsti yfir því, að páfastóllinn væri að-
eins veraldleg stofnun, kirkjuþingunum gæti skjátlazt, en
biblían ein væri óskeikul. Hann hneigðist að dulspeki og
kenndi, að menn réttlættust ekki fyrir verk sín, heldur fyrir
trú sina, trúin á Krist gerði hvern kristinn mann að presti,
klerkastéttin hefði engin forréttindi fram yfir leikmenn,
en báðir aðilar lytu beint veraldlegu valdi.
Kenningar Lúters bárust með vængjum vindanna út um
Evrópu og vöktu ýmist fyrirlitningu eða fögnuð hjá fólki.
I þúsund ár hafði kirkjan reynt að fullvissa Vesturlanda-
búa um það, að þeir gengju á guðs vegum, ef þeir hlýddu
leiðsögn sinni. Kirkjan fékk að vísu að kenna á því, að
laun heimsins eru vanþakklæti, því að ýmsir höfðu komið
fram öðm hverju og gert uppsteyt gegn handleiðslu henn-
ar, en 15. öldin var þó fremur kyrrlátt tímabil í trúarefn-
um. Nú sauð skyndilega upp úr að nýju, og hans heilag-
leiki páfinn var úrskurðaður erindreki satans, prestarnir
aðeins venjulegir menn og helgisiðir og sakramenti kirkj-
unnar, sem vom samtvinnuð daglegu lífi fólks, voru ýmist
talin ónauðsynleg eða hættulegt kukl. Slíkur boðskapur
virðist ekki vera vel til þess fallinn að vekja hrifningu hjá
hugsandi fólki. Hið grófa og safaríka orðbragð Lúthers
gerði þó rit hans að metsölubókum síns tíma eins og ósið-
leg efnisatriði í bókmenntum á 20. öld. Trúarboðskapurinn
og dulspekin skiptu ekki mestu máli í kenningum hans,
heldur árásir hans á forn máttarvöld. Það bárust rosa-
fréttir til eyrna Pólverja, Tékka og Ungverja, spanskir