Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 4

Réttur - 01.05.1961, Page 4
164 R E T T U R Á ráðstefnu vorið 1960 og síðan á Alþýðusambandsþingi haustið 1960 ríkti vaxandi samhugur verklýðshreyfingar- innar um, að undirbúa yrði allsherjarbaráttu. í maílok 1961 hófust síðan verkföllin, fyrst Dagsbrúnar og verklýðsfélaganna á Akureyri og Hafnarfirði, viku síð- ar allmargra fagfélaga í Reykjavík og á Siglufirði, þannig að í júníbyrjun voru 10.000 verkamenn og verkakonur í verkfalli. Kröfur verklýðsfélaganna, t. d. Dagsbrúnar, höfðu verið 5 mánuði í athugun hjá atvinnurekendum. Ríkisstjórnin hafði og í álíka langan tíina haft tækifæri til að semja við verklýðsfélögin að frumkvæði Alþýðusambandsins um lækkað verðlag og önnur fríðindi, er meta skyldi til jafns við kauphækkanir. En engu var sinnt. Það var greinilegt að afturhaldsklíka sú, er réði ríkis- stjórninni var ekki að hugsa um, að tryggja þjóðfélaginu vinnufrið, því síður verkalýðnum og starfsmönnum sann- gjörn laun, heldur skyldi nú barizt með það mark eitt fyrir augum, að brjóta verklýðshreyfinguna á bak aftur. Harð- svíraðasti hluti auðmannastéttarinnar bjó sig undir aflraun, átök um valdið í efnahagslífinu. Þessi ofstækisarmur auð- valdsins ætlaði í hörðum átökum að afsanna það, að verka- lýðurinn væri auðvaldinu yfirsterkari í hagsmunaátökun- um, eins og verið hafði síðan 1942. Eining alþýðunnar. Með hinum langa og góða undirbúningi undir verkfalls- baráttuna hafði forustu verklýðshreyfingarinnar tekizt að skapa mjög víðtæka samfylkingu í baráttunni og mjög víð’ tæka sannið meðal almenuings.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.