Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 15

Réttur - 01.05.1961, Page 15
R É T T U R 175 þeirra samninga um landhelgina, sem gerðir hafa verið, eftir að Alþingi lauk. Virðingarfyllst, f. h. þingflokks Alþýðuhandalagsins Til forsætisráðherra, Reykjavík. Það sýndi sig brátt að þeir menn voru komnir til valda í landinu, sem hikuðu ekki við að brjóta í bág við allar regl- ur lýðræðis og þingræðis, beita ríkisvaldinu sem vægðar- lausit kúgunarvaldi gegn verkalýðnum, starfsmönnum öll- um og bændum og valda þjóðinni allri stórtjóni með fram- ferði sínu. Sú ófreskja, sem skefjalaust auðvald er, kastaði grím- unni með því valdráni, er framið var með útgáfu bráða- birgðalaga um gengisskráningu 2. ágúst. Eg ræddi það at- ferli og skilgreindi í grein, er birtist í Þjóðviljanum 6. ágúst og læt ég þá grein fylgja hér með að loknm. Fyrirsögn henn- ar var á þessa leið: UPPHAF AÐ HAROSTJÓRN ERLENDS AUÐMAGNS Á ÍSLANDI Samsæri valdhafanna gegn Alþingi og þjóðinni Með hráðabirgðalögunum 2. ágúst og gengislækkuninni 4. ágúst hafa verið unnin hin verstu verk í íslenzkri efnahags- og stjórnar- farssögu um margra áratuga skeið. Hér er framið gerræði gegn hagsmunum íslenzkrar alþýðu og Jrjóðarinnar í heild. Hér er fram- ið valdarán gagnvart Alþingi og íslenzkri ])jóð.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.