Réttur - 01.05.1961, Side 16
176
R É T T U R
Það verður því að kryfja til mergjar í hvaða tilgangi þetta verk
er unnið, í hverra þágu og hverjir bera ábyrgð á því frammi fyrir
dómstóli þjóðarinnar.
Gcgn hverjum?
Því er yfirlýst í forsendum laganna að þeim sé stefnt gegn laun-
þegum í landinu, þau séu gefin út vegna kauphækkananna. Það þarf
því ekki að fara í neinar grafgötur um tilganginn. Hann er viður-
kenndur opinskátt og ófyrirleitið. Hann er sá að skaða íslenzka laun-
þega: ræna þá % hluta íslenzku þjóðarinnar, sem launþegarnir eru,
þeim kauphækkunum, sem þeir hafa samið um. Þetta er ósvífið rán
eða þjófnaður, hvorl heitið, sem menn vilja velja á verknaðinn. Og
ríkisvaldinu er beitt til þessa ráns, þvert ofan í allar yfirlýsingar rík-
isstjórnarinnar um það í stefnuskrá hennar „aff leyfa engar verð-
hœkkanir í landinu á innlendum vörum eða þjónustu vegna launa-
hœkkana“ og að atvinnurekendur verði sjálfir að bera þær launa-
hækkanir, sem þeir semja um. Ríkisstjórnin svíkur því allar yfir-
lýsingar sínar, alla stefnu sína, til þess að ræna fé af þeim fátækustu
og þeim, sem vinna haki brotnu við að framleiða þjóðarauðinn og
byggja landið.
Þetta rán gat ríkisstjórnin reynt að framkvæma á annan hótt til
þess að ná sár niðri á launþegum, fyrst hún nú endanlega lýsir yfir
því að hún sé fjandmaður allra kjarabóta þeirra og muni einskis
svífast til að halda þeim niðri í þeim slæmu lífskjörum, sem hún
hratt þeim niður í með ráðstöfunum sínum 1959 og 1960.
Með þvi hins vegar að beila rikisvaldinu til þess ráns, sannar rík-
isstjórnin launþegum tvennt:
1 fyrsta lagi að meðan ríkisvaldið sé í höndum þeirra ofstœkis-
flokka, sem nú beila því, verði lífsbarátta launþeganna eilíj hjaðn-
ingavíg við þetta kúgunarvald, ef launþegar eigi ekki að sœtta sig
við síversnandi lífskjör, sem liarðir húsbœndur skammti þeim aj
frekju og skammsýni.
1 öðru lagi: að varanlegar, öruggar, stöðugar lífskjarabœtur fá-
ist aðeins með því að svipta braskarastéttina og ofstœkisflokka lienn-
ar ríkisvaldinu og tryggja alþýðunni slík áhrij á ríkisvaldið að það
verði ekki nolað sem kúgunarvald gegn henni meir.
En svo mjög sem þetta gerrœði beinist fyrst og fremst gegn hags-
munum og réttindum launþega, þá liggur þó í augum uppi að rneð