Réttur


Réttur - 01.05.1961, Síða 20

Réttur - 01.05.1961, Síða 20
180 K É T T U R bréf, sem væru t. d. 300 milljón króna viröi á 3 milljónir og lána þeim féð úr bankanum til að kaupa þau hlutabréf fyrir. Og slíka ríkisstjórn og slíka flokka myndi vart skorta blöð sem sönnuðu að þetta væri brýn nauðsyn til framdráttar einkaframtak- inu í landinu og ríkiseign á Landsbankanum væri bara „bolsévismi“. Hvorki hæstiréttur né Landsbankinn eru í stjórnarskránni, „bara“ í lögum. Og verði svo fram haldið sem nú er byrjað, þá eru vart takmörk fyrir því hvað ósvífin stjórn leyfir sér. Þeim, sem einu sinni brjóta það velsæmi og þann trúnað, sem þeim hefur verið sýndur, er trúandi til alls, ef þeir komast upp með afbrotin. Sú ríkisstjórn, sem grípur til harðstjórnar og valdaráns, segir þar með að hún virði ekki þær reglur velsæmis og lýðræðis, sem sam- skipti manna í þjóðfélagi voru hafa byggzt á. Hún segir ótvírætt, að hún einskis meti frelsi, — t. d. frelsi verkamanna og atvinnurek- enda til frjálsra kaupsamninga, — hún meti aðeins vald og beiti sjálf aðeins valdi en engum rétti í viðskiptum sínum við landsmenn. Þegar svo er komið, er auðséð að þjóðin, sem vill varðveita sitt frelsi, líka frelsið til að bæta sín lífskjör, verður að sýna slíkri ríkis- stjórn að þjóðin og samtök hennar eru sterkara vald en vond stjórn, af því þjóðin og samtök hennar standa vörð um frelsi og heill lands og þjóðar gegn þeim, sem vilja ræna Islendinga hvorttveggju. Ég ákœri stjórnarvöld landsins jyrir jjandsamlegan verknað gagn- vart íslenzkri Jrjóð jraminn í jieim tilgangi að geta komið Islend- ingurn undir ok erlends fjármagns og innlimað Island í það stór- veldi evrópskra auðhringa, sem upp er að rísa undir najni. Mark- aðsbandalagsins. Eg ákœri œðstu stjórnarvöld landsins jyrir misbeitingu Jress valds, sem þeim er trúað fyrir, — og heiti á alla Islendinga, hvar í jlokki, sem jjeir standa, að taka höndum saman til varnar hagsmunurn og lýðréttindum almennings og Jjjóðarheildar gegn Jjeirri hœttu liarð- stjórnar í Jráigu erlends valds, sem nú vo/ir sem myrkur skuggi yfir Jjjóðlíji og Jjjóðfrelsi voru.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.