Réttur - 01.05.1961, Qupperneq 25
R É T T U K
185
nefndar í því sambandi tölur, sem ekki voru með öllu óað-
gengilegar. Þessum viðræðum lauk á stuttum samningafundi
laugardaginn 27. maí með því að formaður samninganefnd-
ar Vinnuveitendafélagsins lýsti því yfir að það félag væri
algerlega bundið af ákvörðunum Vinnuveitendasambands
Islands og væri því, að svo komnu, stranglega bannað að
gera nokkra samninga um kauphækkanir. í annan stað lýsti
Jakob Frímannsson því yfir, fyrir hönd KEA og SlS, að
þau fyrirtæki væru bundin af samþykktum Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna og hefðu ekki leyfi þess til sjálf-
stæðrar samningagerðar. Hinsvegar endurtóku báðir þessir
aðilar fyrri boð sín um, að þeir skyldu tryggja verkafólki
á Akureyri sömu kjör frá 29. maí og endanlega yrði samið
um í Reykjavík að loknum verkföllum þar, allt gegn því að
ekki kæmi til neinna verkfalla af hálfu félaganna á Akur-
eyri.
Þessi „kostaboð“ atvinnurekenda um að kaupa Akureyr-
arfélögin út úr átökunum hlutu engan hljómgrunn, livorki
meðal samninganefndarmanna né félagsmanna almennt.
Var því lýst yfir við samningaborðið að slíkt tilboð væri
móðgun við verkalýðsfélögin á Akureyri. Þau væru óháðir
og löglegir samningsaðilar um kjör félaga sinna og befðu
ekki í hyggju hvorki nú eða framvegis að afsala sér samn-
ingsrétti sínum til Reykjavíkur að hætti atvinnurekenda,
sem í engu virtust sjálfráðir gerða sinna gagnvart foringjum
sínum í Reykjavík. Lauk svo þeim fundi og var sýnt að
verkfall mundi hefjast á áður boðuðum tíma, enda varð sú
i'eyndin.
Strax frá morgni 29. maí varð verkfallið algert í starfs-
greinum þeirra fjögurra félaga, sem áður getur með þeirri
einu undantekningu að Mjólkursamlag KEA, en starfsemi
þess heyrir undir Iðju, fékk viku frest á framkvæmd verk-
fallsins. Þótli sú tilhliðrunarsemi eðlileg, vegna þeirrar sér-