Réttur


Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 30

Réttur - 01.05.1961, Blaðsíða 30
190 R É T T U R í upphafi samningaviðræðnanna lýsti framkvæmdastjóri KEA því yfir að Vinnumálasamband samvinnufélaganna hefði nú fallizt á að heimila félögum sínum á Akureyri að semja sjálfstætt, ef þau vildu og væri þau nú reiðubúin til þess að freista þess að ná samkomulagi um lausn deilunnar. Jafnframt lýsti hann því yfir, að ekki kæmi til greina að semja um „neinar aukakröfur“, heldur aðeins um einhverja beina kauphækkun og þá til skamms tíma. Fulltrúar verka- lýðsfélaganna neituðu hinsvegar algerlega að fallast á þetta og kröfðust sanminga um allar kröfurnar hverja fyrir sig og allar sameiginlega. Samningar stóðu nú yfir í röskan sólarhring með litlum hvíldum og lauk með samkomulagi síðari hluta sunnudags 4. júní um 10% kauphækkun verkamanna, 60% álag í eftirvinnu, 1% í sjúkrasjóði félaganna, 6% orlofsfé af öll- um greiddum vinnulaunum og frítt fæði, ef unnið væri utan bæjar. Verkakonur fengu sömu hækkun í krónutölu og verkamenn og að öðru leyti sömu kjarabætur. Iðnverkafólk og verzlunarmenn náðu fram hliðstæðum samningum, en hinir síðartöldu fengu einnig nokkuð styttan vinnutíma og leiðréttingar á launaflokkum. Bílstjórar fengu sömu kaup- hækkanir og verkamenn. Að ári liðnu skyldu svo öll félögin fá 4% kauphækkun ef samningar væru þá ekki uppsagðir. Að kvöldi sunnudags voru svo samtímis fundir í öllum verkalýðsfélögunum og voru samningarnir samþykktir ein- róma í öllum félögunum fimm. Samningunum við samvinnufélögin var mjög fagnað á Akureyri af öllum almenningi og um allt land vakti hún feikna athygli. Ollum varð ljóst að hér höfðu þeir atburðir gerzt, sem röskuðu algerlega öllum áætlunum stjórnarliðs- ins og auðmannanna í Reykjavík um gang málanna. Hung- ursvipa þessara aðila liafði sýnt sig að vera hvergi nærri einhlýt og fullljúnum ljráðabirgðalögum um lögbindingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.