Réttur - 01.05.1961, Page 33
R É T T U R
193
verið síðan 4. júní og til þessa dags gegn samningunum og
þeim, sem að þeim unnu og að þeim stóðu.
Hefndaraðgerðir ríkisstjórnarinnar og auðmannastéttar-
innar í Reykjavík, fyrst þæi að halda verkamönnum Reykja-
víkur í verkfalli í 20 daga eftir að samningar tókust við sam-
vinnufélögin og reyna að knésetja Dagsbrún með hungur-
svipunni — og síðan gengisfellingin og óðaverðhækkanirn-
ar skyggja ekki á framangreindar staðreyndir. Hefndarað-
gerðirnar eru að vísu ný stríðsyfirlýsing á hendur alþýðu-
samtökunum, en þær eru stríðsyfirlýsing stefnu, sem hefur
beðið algert skipbrot og þjóðfélagsafla, sem ekki eiga ann-
an styrk en þann, sem örvæntingin skapar og sjaldan er lang-
vinnur. Þeirri stríðsyfirlýsingu verður vissulega svarað á
verðugan liátt á réttum tíma. Og þá mun öll reynslan, sem
vannst á vordögunum 1961 koma alþýðunni að góðu liði og
stuðla að meiri og umfram allt varanlegri sigri hennar.