Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 36

Réttur - 01.05.1961, Side 36
196 R E T T U R vegna var eftir hverja byltingu, sem verkalýðurinn var látinn heyja til sigurs, æfinlega háð ný orusta, sem lyktaði með ósigri verkalýðs- ins.“ (Engels 1891.) „4. september 1870, þegar verkamenn Parísarborgar lýstu yfir lýðveldi, se:n allt Frakkland fagnaði nær samstundis án nokkurrar hjáróma raddar — þá tók samsærishópur metorðagjarnra mála- færslumanna, með Thiers* sem stjórnmálamann og Trochu**) sem hershöfðingja, Hotel de Ville (ráðhúsið) í sína vörzlu. Þeir hrifs- uðu til sín völdin á stjórnarstóli ríkisins og létu nægja að framvísa til þess löngu ógildum kjörbréfum sínum sem þingmenn Parísar- borgar. Svo gagnteknir voru þeir ofsatrú á það hlutverk höfuðborg- arinnar að hafa forystu í þjóðmálum á þeim stundum sögunnar, þegar mest syrti í álinn .... Og samt, í þessu skyndiáhlaupi, og meðan hinir raunverulegu verkalýðsforingjar voru enn í fangels- um Bonapartes en Prússar á hraðgöngu til Parísar, samt þoldi París þeim, að þeir sölsuðu undir sig ríkisvaldið. En að vísu aðeins með því greinagóða skilyrði, að þetta ríkisvald skyldi einvörðungu not- að í þjónustu þjóðvarna. En það var ekki liægt að verja París án þess að fá verkalýð hennar vopn í hendur, gera hann að virkum stríðsaðila og láta stríðið sjálft um þjálfun þessa landvarnaliðs. En París undir vopnum, það var byltingin undir vopnum. Sigur París- ar yfir hinu prússneska innrásarliði hefði ])ýtt sigur hins franska verkamanns yfir hinum franska kapítalista og sníkjudýrum hans í ríkisforystunni. Ríkisstjórn þjóðvarnanna hikaði ekki andartak að velja milli þjóðlegrar skyldu og stéttarhagsmuna -— hún kastaði grímunni og gerðist ríkisstjórn þjóðsvikanna.“ (Marx 1871.) „Ríkisstjórn þjóðvarnanna“, eins og hún nefndist, óttaðist sem sé alþýðu síns eigin lands meir en hinn óvíga her Prússa. Því var herstjórn hennar öll með hangandi hendi. En alþýða Frakklands fagnaði lýðveldinu með því að hervæðast af kappi gegn óvinunum. A hernumdu svæðunum fór hún í skæruliðahernað. Og í París, *) Hann var frægur borgaralegur sagnfræðingnr og mikilhæfur stjórnmála- maður, lifði 1797—1877. Honum veittist sá sögulegi heiður að vera kallaður einn af slátrurum Parísarkommúnunnar. **) Ilerforingi að æfistarfi, alræmdur fyrir illvirki sín gegn Parísarkomm- únunni; lifði 1815—1896,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.