Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 43

Réttur - 01.05.1961, Page 43
H É T T U It 203 og næstum engir þjófnaðir framar. Loksins voru götur Parísar- borgar aftur orðnar tryggar síðan í febrúar 1843 og það án nokk- urrar lögreglu. „Við“, sagði einn meðlimur Kommúnunnar, „við heyrum nú ekki lengur um morð, rán og líkamsárásir á fólk. Það virðist raunar svo, að lögreglan hafi dregið alla sína íhaldssömu vini með sér til Versala“. Daðurdrósirnar liöfðu haldið í slóð verndara sinna — flóttamanna fjölskyldunnar, trúarinnar og um- fram allt eignarinnar. I þeirra stað komu hinar raunverulegu konur Parísarborgar aflur upp á yfirborðið -— hetjulegar, veglynd- ar og fórnfúsar eins og konur fornaldar. París, vinnandi, hugsandi, stríðandi, blæðandi vegna undirbúningsins að nýju samfélagi, að hún gleymdi næstum mannætunum við horgarhliðin, geislaði í eldmóði síns sögulega frumkvæðis! Nú var Kommúnan hinn sanni fulltrúi allra heilhrigðra þátta í frönsku þjóðlífi og því hin sanna þjóðlega stjórn, en hún var engu síður alþjóðleg að eðli sem verkalýðsstjórn, sem hinn djarfi fram- vörður í baráttunni fyrir frelsun vinnunnar. I augsýn prússneska hersins, sem hafði innlimað tvö frönsk héruð, gerði hún Frakkland að föðurlandi fyrir verkalýð alls heimsins.“ (Marx 1871). Kommúnan fellur — en lifir scmt! Saga Parísarkommúnunnar er sagan um varnarstríð verkalýðs- ins í París um tveggja mánaða skeið vorið 1871. 57 daga af 72 daga æfi sinni háði Kommúnan styrjöld. Versalastjórn réðist lil atlögu gegn kommúnörðunum 2. apríl, en ekki þorði hún að sækja inn í borgina sjálfa fyrr en 21. maí. Þá var Bismarck orðið nógu skemmt af að horfa á frönsku borgarastéttina kveljast. Hann sendi heim frá Þýzkalandi svo marga stríðsfanga, að Thiers var ekki lengur neilt að vanbúnaði að ganga milli bols og liöfuðs á kommúnörðunum. Það var líka gert í hókstaflegum skilningi. Það var barizt í borginni í heila viku, barizt um hvert liverfi, hverja gotu, hvert hús. Nærri því allir sem vetllingi gátu valdið börðust með verkalýðsríkinu, karlmenn, konur og börn. Mannfallið var ogurlegt. En það var við ofurefli að etja, og í lok „blóðvikunnar'4, 28. maí, féllu síðustu götuvígin. Kommúnan var fallin.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.