Réttur


Réttur - 01.05.1961, Síða 46

Réttur - 01.05.1961, Síða 46
206 R E T T U R stríðsskaðabætur; svipti kirkjuna veraldlegum eignum og sendi prestana inn í ró einkalífsins; opnaði skólana fyrir almenningi; gerði ráðstafanir til að bæta kjör launþega; byrjaði á framkvæmd þjóðnýtingar. Auðvitað getum við nútímafólk, sem höfum aðgang að marxiskri gagnrýni á Kommúnunni og erum kommúnörðunum auðugri að 90 ára reynslu, furðað okkur á ýmsu, sem þeir létu undir höfuð leggj- ast að gera. Kommúnarðarnir voru ekki nærri nógu harðir af sér gagnvart borgurunum. „Fimmta herdeild“ gagnbyltingarinnar starf- aði nærri því óáreitt í borginni allan tímann. Hægri blöðin fengu að koma út, og þau gerðu það sem þau gátu til þess að grafa undan Kommúnunni. Einnig var rangt af kommúnörðunum að fara ekki þegar við valdatökuna í herferö gegn Versölum. Stjórnin þar var í upphafi allveik, enda þorði hún ekki að gera innrás fyrr en eftir 'cvo mánuði. í upphafi voru því mikil líkindi til, að Versalir hefðu orð- ið að lúta í lægra haldi fyrir Paris, og þá hefði ef íil vill verið hægt að ná til bændastéttarinnar sem bandamanns, en ]rað vant- aði Kommúnuna átakanlegast. „Erfiðast er samt að skilja þann lotningarfulla ólta, sem kom mönnum til að nema staðar fyrir utan grindur Frakklandsbanka. Það var líka mikil pólitisk skyssa. Bankinn í höndum Kommúnunn- ar hefði verið meira virði en tíu þúsund gíslar. Það hefði þýtt, að öll franska borgarastéttin befði ýlt á Versalastjórn að halda frið- inn við Kommúnuna. Þó er enn furðulegra, hvað Kommúnan gerði margt rétt, þrátt fyrir það að bana skipuðu blanquistar og proud- honistar. Auðvitað eru fyrst og fremst proudhonistar ábyrgir fyrir efnahagslegum tilski])unum Kommúnunnar, bæði þeim lofsverðu og hinum ámælisverðu. Um pólitískar aðgerðir og aðgeröaleysi er hins vegar við blanquista að sakast. Og í báðum tilvikum kom kald- hæðni sögunnar því svo fyrir — eins og alvanalegt er, þegar kreddu- dýrkendur komast að stýrinu, — að þeir gerðu hvorir um sig ein- mitt það þveröfuga við það, sem kreddukenning þeirra lagði fyrir.“ (Engels 1891.) Parísarkommúnan hefði ekki getað staðizt til lengdar fyrir inn- lendu og erlendu afturhaldi, þó að foringjar hennar hefðu reynzt snjallari en þeir voru. Til þess voru efnalegu skilyrðin — fram-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.