Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 55

Réttur - 01.05.1961, Side 55
R É T T U R 215 listræns hófs þegar lýst er þýðingu pólitískrar hugsjónar í lífi persónunnar. Hér er mörgum afskaplega hætt við til- finningasemi og við að gera hlutina of einfalda. Svo mikið er víst, að höfundur yrði að hafa strangan hemil á pólitískri samúð sinni.*) Við vitum hve sósíalistiskum rithöfundum hættir til að vera miskunnsamir við verkalýðinn og flokk- inn, slíkt er afar háskalegt; höfundur sem vill skapa lang- líft verk verður að halda sér í hinni krítisku eða jafnvel íronisku fjarlægð frá því fólki og þeim lnigsjónum sem hann hefur velþóknun á. (Þetta tókst Halldóri Laxness mætavel í Sölku Völku.) Það má benda á enn eina hættu, sem menn hafa oft fallið fyrir, en þó einkum rithöfundar sósíalistisku landanna: þetta hljómar eins og þversögn en er engu að síð- ui' staðreynd — staðgóð þekking þeirra á þróunarlögmál- um þjóðfélagsins hefur gjarnan orðið þeim fjötur um fót,þeg- ar þeir skálma út á ritvöllinn. I bókum þeirra breytir verka- maðurinn alltaf eins og verkamaður, smáborgarinn eins og smáborgari, kapítalistinn eins og kapítalisti, og verkið verð- ur í heild nokkurs konar dæmum prýdd útfærsla á pólitískri hagfræði. Það er ekki auðvelt að ná tökum á auðlegð mann- legs lífs, skyggnast um óttalaust og feimnislaust í hverjum krók og kima mannssálarinnar og gæta þess um leið, að allir þeir ólíklegu hlutir, sem rithöfundurinn finnur í þess- ari rannsókn trufli ekki skilning hans á þeirri þýðingu, sem hið þjóðfélagslega umhverfi hefur fyrir breytni mannsins °g sjálfan persónuleika hans. Ég skal fúslega játa, að það er dálítið undarlegt að velta vöngum yfir bókum sem ekki liafa enn verið skrifaðar, og enginn veit bvort skrifaðar verði. Ég befði ekki gert mig sek- v) í þessum bollaleggiuguin geri ég ráð fyrir því, að' aðeins róttækum höf- undi geti dottið í hug að skrifa liina nýju íslenzku verkalýðsskáldsögu.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.