Réttur


Réttur - 01.05.1961, Page 63

Réttur - 01.05.1961, Page 63
réttur 223 land hrapaöi niður í að verða þriðja auðvaldsþjóðin í röðinni í heiminum. Gjaldeyrisviðskipti Breta urðu neikvæð, en Vestur- Þýzkaland safnaði digrum sjóðum. Tilraun hrezka auðvaldsins til að skáka „þeim 7“ gegn „þeim 6“ var frá upphafi veik og skaut auðvaldi Vestur-Þýzkalands ekki skelk í bringu. Það voru aðeins 89 milljónir íbúa í „löndunum 7“, en 168 milljónir í Efnahagsbandalaginu. Fyrir brezka auðvaldið þýddi Frí- verzlunarbandalagið aðeins 37 milljónir íbúa viðbót, en Efnahags- bandalagið táknaði aðgang að markaði með 168 milljónir íbúa til viðbótar þeim brezka. Utflutningur Breta til landa Fríverzlunar- bandalagsins var 11% af útflutningi Breta og fór minnkandi um 2% í ársbyrjun 1961, en útflutningur Breta til Efnahagsbandalags- landa var 14% og fór vaxandi um 8% á fyrstu mánuðum ársins 1961. Heimsveldi Breta var hvort sem var að hrynja i rústir. Brezka auðvaldið var að missa tökin á þessum fornu einkamörkuðum sín- um. Kanada hafði bandarískt auðvald þegar lagt undir sig. 1 Ind- landi, einum þýðingarmesta markaðinum, liafði innflutningur Breta 1955 verið 1602 milljón rúpíur, en Bandaríkjanna 887 milljón og Vestur-Þýzkalands 537 milljón — en 1960 stóð brezki innflutningur- inn enn í stað, 1685 milljónir, en Bandaríkjanna var orðinn 1614 milljónir og Vestur-Þýzkalands 939 milljónir. -— Alls staðar á sterl- ingssvæðinu seig á ógæfuhlið fyrir brezka auðvaldinu. Viðskipta- halli Bretlands óx úr 177 millj. punda 1958 í 644 millj. 1960, en við- skiptahalli hins hluta sterlingssvæðisins (þar sem áður var um já- kvæð viðskipti að ræða, er öfluðu Bretlandi dollara) óx úr 313 millj. punda í 399 millj. á sama tíma. Heildarviðskiptahalli heimsveldisins hafði vaxið úr 490 millj. punda í 1043 milljónir. Brezka auðvaldið var orðið háð því bandaríska og varð að biðja það um lán. Og þau voru ekki veitt, nema með afarkostum. Alþjóðabankinn, sem auðvald Bandaríkjanna stjórnar, veitti Bretlandi nú í ár lán að upphæð 2000 milljónir dollara. Skilyrðið var raunverulega, eins og Kennedy fyrirskipaði Macmillan, innganga Bretlands í Efnahagsbandalagið: uppgjöf brezka auðvaldsins við sjálfstæða pólitík. — Á sama hátt hafði Frakklandi verið veitt 2000 milljóna dollara lán 1957 til þess að beygja það undir ok þýzku auð- hringanna, — sem amerískt fjármagn er drjúgt í, ■— og undirskrifa Rómarsamninginn: samning Efnahagsbandalagsins um nýtt stór-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.