Réttur


Réttur - 01.05.1961, Side 64

Réttur - 01.05.1961, Side 64
224 U É T T U R veldi í Vestur-Evrópu undir ægishjálmi þýzka auðhringavaldsins í bandalagi við amerískt auðvald. Það hefur verið háð harðvítugt stríð milli fjármálajöfra Vestur- Evrópu um langan aldur. Auðmannastéttir þessara þriggja stórvelda hafði dreymt mikla heimsveldisdrauma um undirokun annarra þjóða og mikinn gróða sér til handa. Franska auðvaldið komst næst því að gera þennan draum að veru- leika með veldi Napoleons, keisara kapítalismans. Þýzka auðvaldið gerði þennan þokkalega draum sinn um nokkurt skeið að veruleika með blóðugri ógnarstjórn sinni undir forustu Hitlers og nazismans. En brezka auðvaldið drottnaði lengst af á 19. öldinni yfir þjóð- um heims, arðrændi mikinn hluta mannkynsins, rændi og ruplaði, — og talaði á meðan af fjálgleik um lýðræði og þingræði. Nú er það bandaríska og þýzka auðhringavaldið, sem hafa hrifs- að til sín forustuna um arðrán og kúgun í auðvaldsheiminum. Brezka ljónið er bugað, þótt það geti enn níðzt á íslandi. Einn aðaltilgangur ameríska og þýzka auðvaldsins með Efnahags- bandalaginu er að festa grundvöll Atlantshafsbandalagsins, sem far- ið var að riða til falls. Hver voði íslandi og öðrum Norðurlöndum er búinn af hinu nýja stórveldi er hins vegar efni í aðrar og meiri greinar og verður rætt á öðrum vettvangi. E. O.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.