Réttur


Réttur - 01.09.1962, Síða 3

Réttur - 01.09.1962, Síða 3
R E T T U R 195 Þannig hjálpast óstjórn íslenzka auðvaldsins og arðrán útlendu auðhringanna að við að svipta íslenzkt þjóðarbú verðmætum, er nema mörg hundruðum milljóna króna. Og á sama tíma er svo fólkinu þrælað út fyrir smánarkaup, en fátækt eða óþolandi vinnuþrældómur leiddur yfir almenn- ing. Það er engin þörf að una í þrældómshúsi auðvaldsins. Alþýða íslands þarf að rísa upp og gera ísland frjálst á ný og stjórna því með velferð alþýðu, en ekki gróðasöfnun ör- fárra auðmanna, — fyrir augum. Stjórnarhættirnir í efna- hagsmálum eru fjötur á framleiðslunni. — Þann fjötur þarf vinnandi fólkið að höggva. — Og það mun verða gert. Efnahagsbandalagið — draumsjón hvers? Þegar auðvald Vesturlanda nú sameinast í Efnahagsbandalaginu, er eftirtektarvert að athuga hvers konar menn það eru, sem dreymdi á sínum tíma stóra drauma um þess háttar bandalag. Sá maður, er var hermálaráðherra Noregs 1932, sagði í bók sinni „llusland og vi“: „Festing Evrópu, grundvölluS á samkomulagi milli Frakklands og Þýzka- lands, er nauðsynlegt skilyrði fyrir samfylkingu Evrópu gegn Rússlandi .... Með því að losa Þýzkaland úr samvinnunni við Bolsjevikkana og draga það inn í norrænt bandalag milli Norðurlanda og Englands .... myndi þetta mikla norræna samband verða nógu sterkt til þess að fella bolsjevismann án utríðs, aðeins með verzlunareinangrun, og siðan gæti það, ásamt Ameríku og öðrum löndum Evrópu, rétt endurreisn Rússlands bjálparhönd sína.“ Og ennfremur segir hann: „Norrænt samband milli Skandinaviu og Stóra-Bretlands, ásamt Finnlandi og llollandi, sem Þýzkaland og ef til vill brezku bálflendurnar og Bandaríkin síðar gengju í, myndi brjóta odd af oflæti hvaða bolsjevistísks sambands sem væri .... Einnig tolla- og atvinnukjör knýja Norðurlönd og einkum Noreg til að leita betra sambands við brezka ríkið.“ Sá maður, er skrifaði þetta, hét Vidkun Quisling.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.