Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 17

Réttur - 01.09.1962, Page 17
EINAR OLGEIRSSON: Nokkur úrræði okkar Þeirri spurningu er oít beint til sósíalista út af vandamálum efnahagslífsins, hver séu okkar úrræði út úr ógöngunum önnur en „sífelldar kauphækkanir“, sem „efnahagslífið ekki ber“ — eins og afturhaldið segir. Og þótt þessari spurningu sé svarað hæði í kosn- ingastefnuskrám Alþýðubandalagsins og frumvörpum þingflokks þess, þá er samt rétt að ræða þessi mál með nokkrum hugleiðing- um og vafalaust ekki vanþörf á að mun ýtarlegri grein sé gerð fyr- ir þeim. Fyrsta atriðið, sem svara verður, er: Hver eru vandamál efna- hagslífsins? Þessari spurningu svara áróðursmenn afturhaldsins og sérfræð- ingar auðvaldsins alltaf á einn veg: Kaup verkalýSs er of liátt. ÞaS verSur aS lœkka. — Þannig hefur það verið alla tíð, hvort sem kaupið hefur verið 1.45 kr. eða 23.00 kr., hvort sem verið hefur atvinnuleysi eða full atvinna. — Þessi „skilgreining“ á vandamál- um ejnahagslíjsins er áróSur einn, til }>ess rekinn aS auka gróSa- og eySslumöguleika hurgeisastéttarinnar. Vandamál efnahagslífsins eru allt önnur. Við skulum drepa á nokkur, sem um töluð hafa verið: 1. ÖhagstœSur verzlunarjöfnuSur. — Auðvaldið vill lækka laun með því einfalda en afturhaldssama úrræði. að draga með launa- lækkunum svo úr kaupgetu launþega, að eftirspurn eftir erlendum neyzluvörum minnki slórum, — og liefja slíkan samdrátt í fratn- kvæntdum, að eftirspurn eftir fjárfestingarvörum minnki einnig. — Það liggur í augum uppi, að slikar aðfarir skapa ekki framfarir og batnandi lífskjör í þjóðfélaginu, heldur þvert á móti. Ráðið við of litlu útflutningsverðmæti hlýtur að vera það að auka verð- mæti útflutningsins. Hvernig að því skuli fara, skal nánar rætt síðar. 2. Oj hœg aukning á framleiSsluverSmœti bióSarinnar. — Er- indrekar auðvalds á Islandi halda því fram, að aukning þjóðar- framleiðslunnar sé í hæsta lagi hugsanleg 3—á ári, jafnvel

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.