Réttur - 01.09.1962, Qupperneq 37
H E T T U R
229
Rétta svarið við inngöngu Breta í EBE.
1' lokksþingið gerði ályktun varðandi afleiðingarnar af inngöngu
Breta í Efnahagsbandalag Evrópu. Viðskipti Kanada eru að yfir-
gnæfandi hluta við Bandaríkin. Utflutningur til Samveldisland-
anna er samt verulegur hluti, um 20%, og byggist á tollaívilnunum
innan Samveldisins. Borgaraflokkarnir halda því fram, að hinn
tímabundni uppgangur í viðskiptalífinu sé í hættu ef Bretland
gengur i Efnahagsbandalagið og leggja ábyrgðina á herðar Bretum.
Höfuðástæðan fyrir vaxandi kreppu í stjórnmálum Kanada er
undirgefnin við Bandaríkin og þátttaka landsins í því kalda stríði
á viðskiptasviðinu, sem haldið er uppi af einokunarhringunum.
Kommúnislaflokkurinn herst fyrir nýrri, þjóðlegri stefnu, sem er
eina raunhæfa svarið við inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið
og „Atlantshafs-viðskiptasamfélagi“ Kennedys, en þetta tvennt
myndi aðeins herða tök erlenda aðilja á efnahagslífi Kanada, valda
frekari hnignun iðnaðar, auknu alvinnuleysi og meiri fátækt
bændaalþýðunnar. Barátta fyrir nýrri stefnu er eina svarið við
þeirri stefnu „samruna" við Bandaríkin, sem tekin var upp 1947
af stjórn Frjálslynda flokksins og síðan hefur verið haldið áfram
af núverandi ihaldsstjórn.
Ný, þjóðleg stefna fyrir Kanada myndi óhjákvæmilega vera
fólgin í eftirfarandi: Snúið yrði af braut kalda stríðsins á öllum
sviðum, tekin upp frjáls utanríkisviðskipti, einkum við sósíalist-
ísku löndin, Suður- og Mið-Ameríku og hin nýfrjálsu ríki. Kan-
ada tæki upp hlutleysisstefnu. Bandarísku einokunarfyrirtækin,
sem hafa úrslitaáhrif í iðnaðinum, yrðu þjóðnýtt, heildaráætlun
gerð um uppbyggingu, sem tryggði sjálfstæði Kanada, útrýmdi
liinu landlæga atvinnuleysi og byndi enda á hina hlutfallslegu
hnignun iðnaðarins í þjóðarbúskapnum.
Þingið staðfesti stefnu flokksins varðandi friðsamlega sambúð
þjóða og fordæmdi öll frávik frá þeirri stefnu. I skýrslu sinni lagði
flokksstjórnin áherzlu á nauðsyn þess, að gera alll Ijósara varð-
andi barátiuna fyrir friði. „Kommúnistar verða stöðugt að leggja
áherzlu á þá aðvörun, sem sett var fram í ályktun flokkanna 81,
haustið 1960, að „baráttan gegn stríðshættunni verður að heyj-
ast nú, en ekki þegar atóm- og velnissprengjur eru byrjaðar að
falla, og hún \erður að eflast dag frá degi. Það er mikilvægast að