Réttur


Réttur - 01.09.1962, Side 40

Réttur - 01.09.1962, Side 40
EZEKIAS PAPAIOANNU: Barátta alþýðunnar á Kýpur fyrir frelsi og félagslegum framförum lEzekías Papaioannu er aðalritari Framfaraflokks alþýðunn- ar á Kýpur (AKEL), en svo heitir hinn sterki verkalýðsflokkur Kýpurbúa. Hann er íæddur 8. okt. 1908, bóndasonur og kynntist snemma erfiðu lífi Kýpurbúa við vinnu í málmnámunum í Skour- iotissa og Kalavasos. 1930 fór bann til Englands og tók þátt í baráttu brezka verkalýðsins. 1931 gekk bann í Kommúnistaflokk Bretlands. 1936 barðist bann með lýðveldishernum á Spáni. 1946 varð hann ritstjúri „Dimokratis", sem er aðalblað Framfara- flokksins. 1949 var hann kosinn aðalritari flokksins. 1955 var flokkurinn bannaður, þegar ofsóknir brezka auðvaldsins voru harðastar. Allan þann tíma starfaði Papaioannu leynilega, unz bannið var afnumið í des. 1959. 1960 var bann kosinn á þing hins nýstoínaða lýðveldis.I Nú er liðið hálít annað ár síðan Kýpur var lýst óháð lýðvekli. Allan þann tíma hefur hið unga ríki orðið að berjast við mikil efna- hagleg og stjórnarfarsleg vandamál, er eiga rót sína að rekja til hinnar löngu nýlendukúgunar og urðu ennþá flóknari við samn- ingana í Zúrich. (Þar voru samningarnir um lýðveldisstofnunina gerðir. Ritstj.). Brezku nýlenduherrarnir, sem enn halda herstöðvum á eynni, létu unga lýðveldinu mjög lítilfjörlegt efnahagslíf í arf. Heildarfram- leiðsla landsins var metin á 78 milljónir sterlingspunda, en hallinn á utanríkisviðskiptunum var 22 milljónir punda. Dýrtíð var mikii. Tala atvinnuleysingja var yfir 10.000. Það sýnir vel hve frumstætt og fátæklegt efnahagslíf Kýpur var, að af heildartekjunum kom frá landbúnaðinum 23%, iðnaðinum 12%, námugreftri 12% og verzlun 10%. Efnahagslífið var að miklu leyti háð annars vegar störfum fyrir brezku nýlenduherrana og hins vegar gjaldeyrisgreiðslum Kýpurbúa, er búsettir voru erlendis, til frændfólks síns. Landbúnaðurinn er á lágu stig. Þriðjungur alls ræktaðs lands iil-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.