Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 57

Réttur - 01.09.1962, Page 57
R É T T U U 249 Þannig er og með þann þátt læknisþjónustu, sem lýtur að grein- ingu og lækningu sjúkra. Hún kemur því aðeins að fullum nolum fyrir alla, að til sé tryggingakerfi, sem íært er að bera kostnaðinn við liana. 1 auðvaldsríkjum, jafnvel hinum ríkustu, þar sem mikill liluti launafólks nýtur ekki verndar tryggingakerfis og læknishjálp er seld „réttu verði“ verða margir að lifa og deyja án þess að verða læknisþjónustu aðnjótandi. Þannig kemur stéttarafstaða iil læknis- þjónustu skírast fram í Bandarikjunum. Má í þvi sambandi minnast þess, að Islendingar, sem dvalizt hafa þar, hafa komið heim iil Islands vegna þess, að þeir höfðu ekki efni á að vera veikir þar í landi — jafnvel ekki fæða barn. Núverandi forseti Bandarikjanna hefur sem kunnugl er gert að slefnumáli sínu að ráða bót á lögmáli einkaframtaksins í læknis- þjónustu og korna á íryggingum hins opinbera fyrir eldra fólk, einmitt þann bluta þjóðarinnar, sem helzt þarf á læknishjálp að halda. Bragð er að, þá barnið finnur. Læknisþjónustan þvingar jafn- vel hina kunnustu einkaframtaksmenn íil félagslegs þankagangs. Þegar læknisþjónustan er slíkt leiðarljós fyrir ríka og fátæka, til að sinna þörfum mannlegs samfélags, ætlu allir viti bornir íslend- ingar að meta varðstöðu lækna um þessa tegund þjónustu.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.