Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 72

Réttur - 01.09.1962, Page 72
264 R E T T U R hærri árið 1961 en fyrir byltinguna. Á sama tímabili varð tæplega fjórföidun á þjóðartekjum Bandarikjanna, en þjóðartekjur Bret- lands og Frakklands náðu því ekki að tvöfaldast. * í Ráðstjórnarríkjunum er þrem fjórðu þjóðarteknanna varið til þess að fullnægja efnalegum og andlegum þörfum almennings, en hitt fer til þess að auka iðnaðar- og landhúnaðarframleiðslu og til annarra þarfa ríkisins. Ráðstjórnarríkin eru iðnaðarveldi. Fyrir byltinguna var Rússland langt á eftir hinum miklu iðnaðar- veldum heimsins. Árið 1961 hafði iðnaðarframleiðsla landsins 44- faldazt, ef miðað er við Rússland fyrir byltinguna, og tilsvarandi framfarir áttu sér stað, það sem af er árinu 1962. Nú eru í Ráð- stjórnarríkjunum um 700.000 stór, miðlungsstór og smá fyrirtæki þungaiðnaðar, léttiðnaðar og matvælaiðnaðar, og verið er nú að koma upp 100.000 í viðbót. * Síðan ráðstjórnarskipulag komst á, hefur verið komið upp nú- tímaiðnaðargreinum í iillum þjóðalýðveldum Ráðstjórnarríkjanna. Ef miðað er við árin fyrir byltinguna, hafði heildarframleiðsla iðn- aðarins aukizt sem hér segir árið 1961: I Rússlandi (Rússneska samhandslýðveldinu) hafði hún 46-faldazt, í Ukrainu 29-faldast, í Hvíta-Rússlandi 39-faldazt, í Usbekistan 21-faldazt, í Kasakstan 66- faldazt, í Grúsiu 41-faldazt, í Armeníu 75 faldazt, í Azerbædsjan 19-faldazt, í Kirgisíu 66-faldazt, í Tadsjikistan 41-faldazt og í Túrk- menistan 24-faldazt. Að því er varðar lýðveldin, sem ekki samein- uðust Ráðstjórnarríkjunum fyrr en árið 1940, hefur iðnaðarfram- leiðsla aukizt sem hér segir: 1 Moldavíu hefur hún 10-faldazl, í Litúvu 11-faldazt, í Lettlandi 12-faldazt og í Eistlandi 13-faldazt síðan 1940. Véivæddur stórbúskopur. Þegar á öðrum degi byltingarinnar, 8. nóvember 1917, voru sam- þykkt lög um að þjóðnýta land og gera það að eign fólksins. Hér um bil 150 milljónir hektara af landi gósseigenda, keisarakrúnunnar og kirkjunnar voru fengin smábændastéttinni til ókeypis nota. *

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.