Réttur - 01.09.1962, Qupperneq 74
266
l( E T T U K
iðnvæðingu Ráðstjórnarrikjanna, tóku milljónir verkamanna á
milljónir ofan að bætast í hóp þeirra, sem þegar voru starfandi i
liinum sósíalska iðnaði. Arið 1930 höfðu Ráðstjórnarríkin útrýmt
atvinnuleysi að fullu og öllu, og árið 1940 var tala verkafólks í Ráð-
stjórnarrikjunum (að frátöldu starfsfólki samyrkjubúanna) komin
upp í 31 milljón. Árið 1961 hafði tala verksmiðju- og skrifstofufólks
náð 66 milljónum.
Það eru meira en þrír áratugir síðan ráðstjórnarskipulagið
tryggði öllum verkfærum mönnum fulla atvinnu og ábyrgðist í
raun og veru sérhverjum ráðstjórnarþegni rétt til vinnu.
Stefnt að beztu lífskjörum.
Raunverulegar tekjur verkamanna og bænda hafa 6—7-faldazt á
þeim 45 árum, sem liðin eru, siðan ráðstjórn komst á. I þessum
raunverulegu tekjum felst ekki einungis það, sem menn vinna fyrir
persónulega, heldur einnig ókeypis hlunnindi, sem ríkið veitir
(ókeypis fræðsla, heilsuvernd og læknishjálp, ellilaun og örorku-
bætur, orlofsfé og margt fleira). Ríkið ver nú til þessara hluta meira
en 28 þúsund milljónum rúblna á ári, en árið 1940 nam framlag til
þeirra 4,2 þúsund milljónuin.
Gífurleg húsagcrðaróætlun.
Árið 1961 voru í Ráðstjórnarríkjunum smíðaðar 2,7 milljónir
íbúða, en ekki riema tæplega 1,3 milljónir í Bandaríkjunum og
minna en 2 milljónir í öllum auðvaldsríkjum Evrópu að samanlögðu.
Um þessar mundir er verið að reisa 124 íbúðir á hverja 10 þúsund
íbúa, en tilsvarandi tölur eru í Bandaríkjunum 69, í Bretlandi 58
og í Frakklandi 70 á 10 Jtúsund íbúa. Á hverjum degi flytjast 30
þúsund manns í nýjar íbúðir í Ráðstjórnarríkjunum.
*
í sveitahéruðum er nú einnig verið að framkvæma geysimikla hús-
byggingaáætlun. Einungis á síðastliðnum 11 árum (1951—1961)
hafa risið upp 6,2 milljónir sérstakra heimilishúsa, og eru flest
einbýlishús.
*
Fyrir byltinguna var allur kostnaður af húsbyggingum greiddur
af almenningi sjálfum. Nú hefur ríkið tekið á sig aðalábyrgðina á
framkvæmd húsasmíðaáætl unarinnar.