Réttur - 01.09.1962, Síða 76
268
K É T T U I!
bædsjan, Moldavíu, Úsbekistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan, Kirg-
isíu, Kasakstan, Lettlandi, Lítúvu og Eistlandi.
Arangursmiklar rannsóknir fara fram í hér um bil 4000 rann-
sóknarstöðvum og tilraunastofnunum í Ráðstjórnarríkjunum. 1
landinu eru rúmlega 400.000 vísindamenn, og er það 40-föld tala
vísindamanna fyrir byltinguna. Engin þjóð er í þjóðabræðralagi
Ráðstjórnarríkjanna, að hún eigi sér ekki sinn hóp visindamanna.
Þróun auðvalds og örbirgðar í Bandarikjum Norður-Amcriku.
Tala atvinnuleysingjanna í Bandaríkjunum þeirra, sem alls enga
atvinnu hafa, er fimm milljónir. Nokkur bundruð milljónunga hafa
hins vegar stóraukið auðæfi sín. Á síðustu 20 árum hefur þriðjungur
bændanna orðið gjaldþrota og flosnað upp.
Þetta er fyrirmyndar-ríki „viðreisnar“-poslulanna íslenzku.
Kennedy forseti sagði í ræðu, að „17 milljónir Bandaríkjamanna
gengju soltnir til svefns hvert einasta kvöld“. Hann sagði og að
það væri hneyksli að lífsafkoma 32 milljóna Bandaríkjamanna væri
til skammar ófullnægjandi. „Það er smán,“ sagði hann, „að 7 millj-
ónir landa vorra verða að lifa á bónbjörgum, að 5 milljónir íbúða
í borgum og bæjum hafa hvorki vatn né skolprennsli.“
Auðvaldið notar tækniframfarirnar til þess að auka gróða sinn og
rýra hlut alþýðu. Frá aldamótunum og þar til nú hefur hlutdeild
verkamanna, starfsfólks og annars alþýðufólks minnkað úr 59,7% af
þjóðartekjunum niður í 45,9%.
Enn þá ægilegri verður þó misskipting auðs og afkomu, þegar
samanburður er gerður við afkomuna í nýlendum og nýfrjálsum
löndum, sem enn búa við arðrán auðvaldsins í Ameríku og Evrópu.
Arðrón auðvaldsins og örbirgð nýlendnanna.
„New York Times“ viðurkennir að „viðleitnin til að bæta kjör
alþýðu í vanþróuðu löndunum hafi sorglega mistekizt." Næstum
tveir milljarðar meðbræðra okkar svelta, þjást af sjúkdómum án
vonar um læknishjálp, ganga í tötrum, skortir þak yfir höfuðið, —
og það, sem verst er, án vonar um að örlög þeirra eða framtíð barna
þeirra verði betri.
Ameríski auðmaðurinn Randall segir í bók sinni um þessi mál
1959: „Velferð okkar og fátækt þeirra (vanþróuðu landanna) eru
orðnar ósambærilegar stærðir .... Gjáin á milli slækkar með
hverju ári, — ríku löndin færast fjær þeim fátæku.