Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 7

Réttur - 01.01.1966, Page 7
R É T T U R 7 var hvað sem bauðst, ef hún gaf honum aðstöðu til að sinna þjóð- frelsismálunum. A árunum 1924 og 1925 var hann í Kanton í Kína og stofnaði þá fyrstu byltingarsinnuðu æskulýðssamtökin í Vietnam. Frá 1927 til 1929 var hann og vann í ýmsum löndum Evrópu og Asíu, alltaf í sambandi við frelsishreyfingu landsins, vinnandi fyrir hana og leiðandi hana. 1929 dæmdu frönsku nýlenduherrarnir hann til dauða — fjarverandi. I janúar 1930 stofnaði hann úr þrem kommúnistiskum samtök- um Kommúnistaflokk Indo-Kína. En 1931 tók enska lögreglan í Hong-Kong hann fastan og var hann settur í fangelsi í tvö ár. Síðan varð hann að fara huldu höfði, 1934 til Evrópu. Hann var á 7. al- þjóðaþingi kommúnista í Moskvu 1935 og 1938 hélt hann aftur heim til ættlands síns. í maí 1941 átti hann og Kommúnistaflokkurinn frumkvæði að því að stofna í kínverska landamærabænum Djin-ssí Þjóðfylkinguna til baráttu fyrir sjálfstæði Vietnam, eða Viet-Minh eins og hún heitir á þeirra máli. En Kuomintang-klíkan, sem þá réð Kína, ofsótti þessa frelsissinna, tók Ho-Chi-Minh og fleiri fasta. En jafnvel úr fangelsinu stjórnaði hann frelsisbaráttunni. Þaðan reit hann 1941 eitt af sínum sögulegustu bréfum „Bréfið heim“, — ávarp til þjóðar- innar um að rísa upp gegn hinu tvöfalda oki: japönsku innrásar- herjanna og frönsku nýlendukúgaranna. Bréfið hefst með þessu ávarpi: „Oldungar lands vors! Föðurlandsvinir! Menntamenn, bændur, verkamenn, kaupmenn, hermenn! Landar!“ Síðan skilgreinir hann ástandið, sem liefur skapazt eftir að Frakk- land gafst upp fyrir fasismanum og ofurseldi Japönum Vietnam orustulaust. „Þessvegna stynjum við nú undir tvöföldu oki: Við erum vinnudýr frönsku nýlenduherranna og þrælar japönsku sigur- vegaranna.“ Ho-Chi-Minh rekur í þessu bréfi hina hetjulegu frelsisbaráttu Vietnam-þjóðarinnar alveg frá upphafi þess að Frakkar tóku að leggja undir sig Vietnam. Hann minnir á leiðtogana, er stjórnuðu frelsisbaráttunni, sem aldrei linnti, — á Phan-dinh-Phung sem sljórn- aði uppreisn.inni gegn Frökkum frá 1884 til dauðadags 1896, — á Hoang-hoa Tliam, fátæka bóndasoninn, sem varð þjóðhetja Viet- nam og stiórnaði uppreisnum allt frá 1890 til 1912 að hann var

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.