Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 19

Réttur - 01.01.1966, Síða 19
RÉTTUR 19 íslands og alla daga var fræðimannsgleöin einn sterkasti þátturinn í lundarfari hans. En þekking hans á sögu þjóðarinnar var undarlega fast ofin við stjórnmálabaráttu hins rúmhelga dags á æv.i hans. Fortíð þjóðarinnar var ekki aðeins baksvið þeirrar glímu, er hann þreytti. Hin horfna saga Islands gekk kvik fram á sviðið og tók þátt í leik líðandi stundar, lagði fram skjalfestan rétt þjóðarinnar, las upp ákæruskjöl, bar vitni. I blaðadeilu, sem Jón Sigurðsson háði 1868 við Carl Ploug, hinn harðskeytta ritstjóra hjá Fædrelandet, aðalmálgagni frjálslynda flokksins danska, minnti Jón hann á dálítið óþægilega staðreynd, sem blaðið var bendlað við tuttugu árum áður. Ploug gamli svaraði honum með þessari stunu: Som sine Forfædre glemmer han Intet — að hætti forfeðra sinna gleymir hann, þ. e. J. S. engu. Það voru orð að sönnu. Líklega mun vera leitun á stjórn- málamanni hjá nokkurri þjóð, er hafi látið sögu lands síns þjóna málstað nútíðarinnar með slíkri kostgæfni og jafn ríkum árangri og Jón Sigurðsson. í fyrstu pólitísku r.itgerðum sínum, sem skrifaðar voru í dönsk blöð, birtist Jón Sigurðsson sem alskapaður stjórnmálamaður. Efni þessara ritgerða ber augljósan stefnuskrárbrag, það markar greini- lega fyrir úllínum markvísrar pólitískrar stríðsáætlunar. Hann ræðir þá þegar flest þau efni, er síðar urðu baráttumál hans til æv.i- loka: verzlunarmálið, skólamálið, alþingismálið og spítalamálið. Þar má einnig merkja fyrstu athuganir hans á fjárhagsviðskiptum Dan- merkur og íslands og hugmyndir hans um réttarstöðu íslands í danska konungsveldinu. 011 eru þau mál í innbyrðis tengslum í huga hans. Þegar hann til að mynda skrifar um skólamálið og endurbætur á latínuskólanum lýkur hann ekki greininni án þess að minnast á einokunarverzlunina og hinn óbeina gróða Dana á henni. í ritgerð um íslenzk skattamál frá 1840 setur hann fram hugmynd, sem siðar varð eitt umdeildasta stefnumál hans, hugmyndina um rétt Islend- inga til skaðabóta frá Danmörku. Hann krefst þess að gerð verði reikningsskil við ísland, „en gleymið ekki að laka tillit til hins liðna tíma, því að þar stendur enn mikil, mjög mikil skuld, sem Danmörk hefur enn ekki goldið.“ Þegar hann skrifar um verzlunarmál segir hann að ísland hafi rétt til að verzlunin verði ekki aðeins smám- saman gefin frjáls, „heldur einnig að Danmörk græði þau sár, sem hún sjálf hefur lostið.“ Já, gamli Carl Ploug hafði lög að mæla: Jón Sigurðsson gleymdi engu. J hinum fyrstu pólitísku ritgerðum Jóns Sigurðssonar eru verzl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.