Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 24

Réttur - 01.01.1966, Síða 24
24 IIÉ T T U R mörku. Undir þórdunum þessara miklu viðburða skrifaði Jón Sig- urðsson í Ný Félagsrit Hugvekju til Islendinga, einhverja máttug- ustu og áhrifamestu stjórnmálaritgerð, sem skrifuö hefur verið á íslenzka tungu. Þær hugmyndir, um sögulega réttarstöðu íslands, sem Jón hafði ymprað á fyrir átta árum í fyrstu stjórnmálaritgerð- um sínum, voru nú nánar túlkaðar í Hugvekjunni og skipað í sam- hengi við pólitíska atburði líðandi stundar: afnám einveldis í Dan- mörku. Þótt liðið sé á aðra öld síðan Hugvekjan var rituð getur maður ekki annað en undrast hve fimlega er hér á vopnum haldið. Og svo föstum tökum greip þetta rit huga og hjarta íslenzku þjóðar- innar, að fullyrða má án þess að ýkja, að eftir lesturinn hafi hún ekki ver.ið sama þjóð og áður í pólitískum efnum. Þremur árum eftir að Hugvekjan barst út um byggðir Islands hirtust röksemdir hennar og tillögur í nokkru fastara formi í nefndaráliti meiri hlut- ans á Þjóðfundinum 1951, en Jón Sigurðsson var formaður nefndar- innar og aðalhöfundur álits hennar. Nefndarálitið fullyrðir í samræmi v.ið Hugvekjuna, að landið hafi gengið undir Noregskonung „eptir frjálsum sáttmála“ og upp- sagnarákvæði Gamla sáttmála sanni, að fsland hafi orðiö „frjálst sambandsland Noregs að því leyti það kom undir sama konung.“ Eftir 1380 varð ísland „sambandsland beggja ríkjanna.“ Þegar einveldi komst á var stjórn Islands, Noregs og Danmerkur slengt saman í umboðslegu tilliti, en það hreyfði ekki að neinu við rétt- indum landsins, sem var jafnsnjallt Noregi í öllum greinum, er það gekk Noregi á hönd.“ Konungur getur ekki sleppt ótakmarkaðri einsvaldsstjórn yfir landinu, sem byggð er á hollustueiðnum 1662, nema eftir samkomulagi við þegna sína á íslandi. Samkvæmt grundvallaratriðum um sögulegan rétt landsins lagði meiri hluti nefndarinnar til, að aðeins eitt mál yrði lögákveöið sam- eiginlegt málefni Islands og Danmerkur: konungur og konungs- erfðir. 011 önnur mál, sem kunna að verða sameiginleg, skal semja um. Konungi er skylt að taka Island í titil sinn. Akvöröunin um konungssambandið fól að sjálfsögðu í sér, að reglurnar um konung og konungserfðir og ríkisstjóra í 4.—7. og 9.—17. gr. stjórnarskrár Danmerkurríkis náðu einnig til íslands. Þó áskilur ísland sér atkvæðisrétt um breytingu á þessum konungs- erfðum, ef upp mun koma, og ennfremur atkvæði um það, ef svo skyldi fara, að ekkert væri konungsefni og konungur af annarri ætt yrði tekinn til ríkis. Samkvæmt 15. gr. stjórnarskrár Danmerkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.