Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 24
24
IIÉ T T U R
mörku. Undir þórdunum þessara miklu viðburða skrifaði Jón Sig-
urðsson í Ný Félagsrit Hugvekju til Islendinga, einhverja máttug-
ustu og áhrifamestu stjórnmálaritgerð, sem skrifuö hefur verið á
íslenzka tungu. Þær hugmyndir, um sögulega réttarstöðu íslands,
sem Jón hafði ymprað á fyrir átta árum í fyrstu stjórnmálaritgerð-
um sínum, voru nú nánar túlkaðar í Hugvekjunni og skipað í sam-
hengi við pólitíska atburði líðandi stundar: afnám einveldis í Dan-
mörku. Þótt liðið sé á aðra öld síðan Hugvekjan var rituð getur
maður ekki annað en undrast hve fimlega er hér á vopnum haldið.
Og svo föstum tökum greip þetta rit huga og hjarta íslenzku þjóðar-
innar, að fullyrða má án þess að ýkja, að eftir lesturinn hafi hún
ekki ver.ið sama þjóð og áður í pólitískum efnum. Þremur árum
eftir að Hugvekjan barst út um byggðir Islands hirtust röksemdir
hennar og tillögur í nokkru fastara formi í nefndaráliti meiri hlut-
ans á Þjóðfundinum 1951, en Jón Sigurðsson var formaður nefndar-
innar og aðalhöfundur álits hennar.
Nefndarálitið fullyrðir í samræmi v.ið Hugvekjuna, að landið
hafi gengið undir Noregskonung „eptir frjálsum sáttmála“ og upp-
sagnarákvæði Gamla sáttmála sanni, að fsland hafi orðiö „frjálst
sambandsland Noregs að því leyti það kom undir sama konung.“
Eftir 1380 varð ísland „sambandsland beggja ríkjanna.“ Þegar
einveldi komst á var stjórn Islands, Noregs og Danmerkur slengt
saman í umboðslegu tilliti, en það hreyfði ekki að neinu við rétt-
indum landsins, sem var jafnsnjallt Noregi í öllum greinum, er það
gekk Noregi á hönd.“ Konungur getur ekki sleppt ótakmarkaðri
einsvaldsstjórn yfir landinu, sem byggð er á hollustueiðnum 1662,
nema eftir samkomulagi við þegna sína á íslandi.
Samkvæmt grundvallaratriðum um sögulegan rétt landsins lagði
meiri hluti nefndarinnar til, að aðeins eitt mál yrði lögákveöið sam-
eiginlegt málefni Islands og Danmerkur: konungur og konungs-
erfðir. 011 önnur mál, sem kunna að verða sameiginleg, skal semja
um. Konungi er skylt að taka Island í titil sinn.
Akvöröunin um konungssambandið fól að sjálfsögðu í sér, að
reglurnar um konung og konungserfðir og ríkisstjóra í 4.—7. og
9.—17. gr. stjórnarskrár Danmerkurríkis náðu einnig til íslands.
Þó áskilur ísland sér atkvæðisrétt um breytingu á þessum konungs-
erfðum, ef upp mun koma, og ennfremur atkvæði um það, ef svo
skyldi fara, að ekkert væri konungsefni og konungur af annarri ætt
yrði tekinn til ríkis. Samkvæmt 15. gr. stjórnarskrár Danmerkur