Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 25

Réttur - 01.01.1966, Síða 25
R É T T U R 25 skyldi sameinað ríkisþing velja konung og ákveða ríkiserfðir. Ef svo stæði á skyldi íslandi áskilinn atkvæðisréttur um slíkt mál. Eitt merkasta og athyglisverðasta nýmælið í tillögum Þjóðfundarnefnd- arinnar var ákvæðið um er.indisreka Islands hjá konungi. Erindis- rekans er tvisvar getið í tillögum nefndarinnar. í fyrra skiptið í 4. gr. I. kafla. Hann skal vera íslenzkur maður, kosinn af konungi, og eiga setu og atkvæði í ríkisráðinu í þeim málum, „sem kunna verða sameiginleg og ísland varða.“ Samkvæmt 21. gr. dönsku stjórnar- skrárinnar var ríkisráð.ið samkoma allra ráðherra og voru öll laga- frumvörp og áríðandi stjórnartilliaganir borin þar upp. Hinn ís- lenzki erindisreki hefur því ráðgjafavald í danska ríkisráðinu í öll- um málum, sem upp kunna að koma og Island varða. En erindis- rekinn kemur fram í annað sinn í 15. gr. III. kafla nefndarálitsins. Hann skal bera fram fyr.ir konung allar ályktanir frá alþingi og önnur mál, er þurfa konungsúrskurðar eða samþykkis, bæði frá ráðgjöfunum og öðrum mönnum. Embætti erindrekans verður því tvíþætt: annars vegar er hann maður með ráðgjafavaldi í danska ríkisráðinu um sameiginleg mál íslands og Danmerkur, hins vegar er hann ráðgjafi íslands um sérmál þess og skiptir hann þá við konung einan. Erindisrekinn er einn hinna íslenzku ráðgjafa, er hafa á hendi æðstu stjórnarathöfn á ísland.i, en þeir bera allir ábyrgð fyrir konungi og alþingi og verður sú ábyrgð ákveðin með lögum. Konungur sver eið að stjórnarskrá íslands og heitir að vernda réttindi landsins og stjórna því eftir lögum þess. Að öðru leyti er nefndarálitið sniðið eftir stjórnarskrá Danmerkur og hinni lakmörkuðu konungsstjórn, er þar ríkti. Hæstiréttur er til bráða- birgða æðsta dómþing íslendinga, en gert er ráð fyrir, að stofn- aður verði Hæstiréttur á íslandi síðar. Á 16. fundi Þjóðfundarins, hinn 9. ágúst 1851, lýsti konungs- fulltrúi, Trampe greifi yfir því, að „álit meiri hluta nefndarinnar er svo úr garði gjört, að fundurinn ekki hefur nokkra heimild til að taka það til umræðu“, og lauk svo þeim sögufræga Þjóðfundi íslendinga. Þegar hafðar eru í huga þær tölur úr manntalsskýrslum Islands, sem lesnar voru upp fyrr í þessu erindi, um félagslega gerð íslenzku þjóðarinnar á miðri 19. öld, þá mun mörgum sjálfsagt finnast frum- varp meiri hluta Þjóðfundarnefndarinnar í stjórnskipunarmálinu liafa verið sumpart fullkomið stórmennskubrjálæði eða pólitískt feigðarflan. Sú var einnig skoðun æði margra Islendinga, sem voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.