Réttur


Réttur - 01.01.1966, Qupperneq 31

Réttur - 01.01.1966, Qupperneq 31
R ETT UR 31 Það er vissulega rétt sem sagt hefur veriÖ að sextíu alþingismenn geta ekki átt sæti í samninganefnd og gengið þannig í einstökum atriðum frá jafn flókinni samningagerð og þeirri sem unnið hefur verið að við svissneska alúmínhringinn. En það eru einnig mjög óeðlileg vinnubrögð að þetta mál komi fyrst til kasta alþingis sem sanmingur við erlendan auðhring. Hér er um að ræða gerbreytingu á meginstefnu í atvinnumálum og efnahagsmálum á íslandi, frá- hvarf frá þeim meginatriðum sem menn hafa talið sjálfsögð og óhjákvæmileg til skamms tíma, að þróun atvinnuvega á íslandi eigi að vera í höndum íslendinga sjálfra en erlendu fjármagni sé bann- aður atvinnurekstur hér. Þegar rikisstjórnin hafði í hyggju að breyta þessar.i meginstefnu bar henni að sjálfsögðu að bera þá hug- mynd undir alþingi í almennu formi, gera tillögur um lagabreytingar sem óhjákvæmilegar væru í þessu skyni ásamt fyrirvörum og skil- yrðum sem tryggja ættu hagsmuni íslendinga. Alþingi bar jyrst að taka ákvörðun um meginstejnuna áður en jarið vœri að ganga frá tilteknum samningi, hið almenna átti að koma á undan hinu sérstaka. Þannig hefur ekki verið á málum haldið, og ég sé ekki betur en ætlun ríkisstjórnarinnar sé sú að láta almenna lagasetningu halda sér en leggja samninginn við svissneska hringinn fyrir sem undan- tekningu. Þá verður undanþágan svo risavaxin að hún yfirgnæfir almennu regluna gersamlega. Astæðan fyrir þessum annarlegu vinnubrögðum er sú að íslenzk stjórnarvöld hafa frá upphafi einsett sér að samningar við svissneska alúmínhringinn skyldu takast og því vildi ríkisstjórnin ekki binda sig fyrirfram v.ið neina meginstefnu sem gæti torveldað henni samn- ingagerðina — hún þurfti að vita á hvaða kröfur svissneska hrings- ins hún yrði að fallast áður en hægt var að setja almennar reglur um aðstöðu erlends atvinnurekstrar á íslandi. Þær staðreyndir sem nú blasa við úr samningagerðinni við Svisslend.inga sýna einnig að almenn lagasetning um réttindi og skyldur erlends atvinnurekstrar á íslandi hefði orðið að vera næsta kynleg, ef samningurinn við alúmínhringinn hefði átt að rúmast .innan hennar. Eg er hræddur um að ríkisstjórnin hefði átt erfitt með að leggja fyrir Alþingi al- mennar tillögur um að erlendur atvinnurekstur skyldi heimilaður á íslandi og hann skyldi njóta stórfelidra forréttinda fram yfir ís- lenzkan atv.innurekstur á flestum sviðum, hann skyldi fá raforku fyrir brot af því verði sem íslenzkir atvinnuvegir greiða, hann skyldi njóta tollfrelsis meðan íslenzkir atvinnuvegir verða að standa undir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.