Réttur - 01.01.1966, Qupperneq 32
32
RÉTTUR
þungbærum álögum, hann skyldi fá fastan samning um skattgreiðsl-
ur sem alþingi hefði ekki heimild til að breyta, hann skyldi fá að
útkljá deilumál við íslenzk stjórnarvöld fyrir alþjóðlegum dómstól-
um eins og um ríki væri að ræða. Ég er sannfærður um að engin
íslenzk ríkisstjórn hefði treyst sér til að gera tillögur um almenna
löggjöf sem fæli í sér þvílík atriði, enda þarf ekki að gera því skóna
að slíkar hugmyndir hefðu fengið hljómgrunn hér á alþingi eða
verið framkvæmanlegar gagnvart þjóðinni. Þess vegna hefur málið
ekki verið lagt fyrir alþingi í almennu formi, heldur á að tryggja
svissneska auðhringnum þessi forréttindi með sérsamningi sem á
að heita undanþága, en er svo r.isavaxinn miðað við okkar að-
stæður að hann mun yfirnæfa almennu regluna. Allt gengur þetta
í berhögg við eðlileg þingræðisleg og lýðræðisleg vinnubrögð, og
breytir engu þótt þingmönnum sé af náð leyft að fylgjast með.
Sú afstaða stjórnarvaldanna að samningar við svissneska hring-
inn yrðu að takast, næstum því hvað sem það kostaði, hefur að
sjálfsögðu orðið til þess að aðstaða íslenzku samninganefndarmann-
anna hefur frá upphafi verið ákaflega erfið. Ekki skal ég draga í
efa að þeir hafi lagt sig í framkróka til þess að ná hagstæðum samn-
ingum, en viðsemjandinn hefur allan tímann verið sterkari aðilinn
af þessum ástæðum og gengið á það lagið. Sú afstaða ríkisstjórnar-
innar að ganga til samninga án þess að mynda sér fyrirfram skoðun
um almennar reglur hefur mótað alla þætti samn.inganna.
Kjarninn í hinum fyrirhuguðu samningum við svissneska hring-
inn er sala á raforku, og í því skyni ætlum við að ráðast í stórvirkjun
á okkar mælikvarða við Búrfell. Eðlileg vinnubrögð hefðu verið
þau að sérfræðingar okkar hefðu gert áætlun um virkjunina, reikn-
að kostnaðarverð út á venjulegan hátt og gefið síðan svissneska
hringnum kost á að kaupa raforku á kostnaðarverði að viðbættum
hæfilegum ágóða. En að þessum samningum hefur verið staðið á
þveröfugan hátt. Forsendan var sú að svissneski hringurinn gaf
upp það hámarksverð sem hann væri reiðubúinn til að greiða, —
10,75 aura á kílóvattstund, — en síðan fól ríkisstjórnin sérfræð-
ingum sínum að reyna að haga fyrirhugaðri Búrfellsvirkjun svo að
kostnaðarverð á raforku yrði í samræmi við hugmyndir Svisslend-
inga. Af þessum ástæðum var breytt um tekjugrundvöll þegar lög
um landsvirkjun voru samþykkt hér á alþingi. Þar var ákveð.ið að
í sambandi við Búrfellsvirkjun skyldi fella niður aðflutningsgjöld
og söluskatt af öllu efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar, en