Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 40

Réttur - 01.01.1966, Page 40
EINAR OLGEIRSSON: Tvö söguleg skjöl sósíalismans á íslandi Þegar Úlafur Friðriksson kom heim frá dvöl sinni í Kaupmanna- höfn til Akureyrar seint í nóvember 1914 dvaldist hann þar til vors 1915 að hann fór til Reykjavíkur. Þennan vetur stofnaði hann Jafn- aðarmannafélag Akureyrar, fyrsta jafnaðarmannafélagið, sem stofn- að var á Islandi. Hinsvegar höfðu Islendingar í Vesturheimi áður stofnað Jafnaðarmannafélag íslendinga í Winnipeg árið 1901. Það hafa engin skjöl fundizt frá þessu jafnaðarmannafélagi á Akureyri utan ein bók, sem á er ritað heiti þess. Það var bók þýzka prófessorsins Werner Sombarts í danskri þýðingu: „Socialismen og den sociale Bevægelse.“ Ég hef það fyrir satt að Ingimar Eydal, sem síðar varð einn af forustumönnum Framsóknar hafi verið formaður félagsins. Á þess- um tíma var Framsókn enn ekki stofnuð og skoðanir margra, sem síðar lentu sitt í hvorum flokknum Framsókn og Alþýðuflokknum, mjög skyldar. I þessu félagi voru þeir og Erlingur Friðjónsson og Finnur Jónsson. Það varð eitl aðalafrek þessa félags að hjóða fram verkainanna- lista við hæjarstjórnarkosningarnar í ársbyrjun 1915 og sigra: fá Erling kosinn í bæjarstjórn. Vafalaust hefur Ólafur Friðriksson verið lííið og sálin í félaginu, enda dó það eftir að hann fór suður til Reykjavíkur árið 1915. (Var jafnaðarmannafélag ekki myndað á Akureyri aftur fyrr en 1924 og varð það þá mitt hlutskipti að vera formaður þess, en Vig- fús Friðriksson ritari og Jón G. Guðmann gjaldkeri. Og það varð líka hlutskipti þess félags að hafa forgöngu um sjálfstætt framhoð Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 1925 og sigra, þannig að Alþýðuflokkurinn á Akureyri varð sterkari en Framsókn og vann í krafti þess þingkosningar gegn íhaldinu 1927).

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.