Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 53

Réttur - 01.01.1966, Page 53
RETTUR 53 áætlun þessi, t. d. á sviði heilbrigðismála. Sumar þeirra hafa verið næsta gagnslitlar og er því jafnvel haldið fram að af þeim sé hreinn afturhaldskeimur. En slíkt er vanmat, því að þessi viðbrögð forystu- manna í stjórnmálum hafa aítur leitt af sér ákveðnari baráttu hinna fátæku. Þó að frelsisbarátta blökkumanna haf.i hér sem oftar skorið ■sig úr. Raunhæf áætlun. Það má ljóst vera að sú fjöldafátækt, sem ríkjandi er í Banda- ríkjunum, verður ekki yfirunnin með þeim aðferðum, sem borgara- legir stjórnmálamenn hafa í frammi. Til þess að árangur náist er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hinum raunverulegu orsökum vandamálsins og vinna síðan áætlun samkvæmt því. Slík áætlun þarf að innihalda: 1. Skipulagða atvinnuútvegun. 2. Aukningu kaupmáttarins. 3. Afnám kynþáttamisréttis til starfsvals. 4. Auknar almannatrygg- ingar. 5. Bætta menntun og þjálfun. 6. Skipulagða uppbyggingu atvinnulífs á hinum bágstöddu svæðum. — Slík áætlun virðist erfið í framkvæmd og ærið kostnaðarsöm, en hún er ekki kostnaðarsöni þegar tillit er til þess tekið að nauðsynleg útgjöld í þessu skyni, 25 milljarðar dala á ári, eru ekki hehningur þess, sem eytt er til hernaðar árlega. I raun og veru er það hinn kostnaðarsami stríðs- rekstur Bandaríkjamanna, sem gerir framkvæmd raunhæfrar áætl- unar erfiða. Við greiðum fyrir vopnin með atvinnuleysi, sárri fá- tækt og ófullkomnum almannatryggingum, um leið og okkur skortir tilfinnanlega sjúkrahús og skóla. Barátta gegn fátækt er þannig nátengd baráttunni fyrir friði og mannréttindum. I slíkri baráttu getur lóð verkalýðshreyfingarinnar vegið þyngst, en hún hefur því miður á undanförnum árum oft gleymt hlutverki sínu, er sumir forystumanna hennar liafa látið blindast af áróðri ekki sízt hinum magnaða andkommúnisma. — Það þarf varla að taka það fram, að ofannefndar áætlanir leysa ekki vandamálið -— framkvæmdir samkvæmt þeim geta aðeins mildað fátæktina. Til að leysa vandamálið er nauðsynlegt að leita dýpra, og þá fyrst er arðrán auðjöfranna á skapendum auðæfanna hefur verið afnumið er lykillinn að lausninni fundinn.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.