Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 55

Réttur - 01.01.1966, Page 55
K E T T U R 55 hinnar pólitísku baráttu. Úr þeirra hópi var fyrsti forsetinn valinn: Otto N. Þorláksson. 2. Sósíalistar, jafnaðarmenn, er lilu á það sem sögulegt hlutverk verkalýðshreyfingar.innar að framkvæma sósíalismann og skoðuðu það höfuðeinkenni sitt að vekja verkalýðinn til meðvitundar um þetta hlutverk. Olafur Friðriksson var fulltrúi slíkra manna, hafði þá stofnað fyrsta jafnaðarmannafélagið á Islandi norður á Akur- eyri 1915. 3. Jónas frá Hriflu og aðrir með svipaðan hugsunarhátt, er álitu nauðsynlegt að aðstoða verkamenn við að skipuleggja stétt sína fag- lega og pólitískt. Afstaða Jónasar var sú eins og hann gerði grein fyrir í „Nýr landsmálagrundvöllur“ í „Rétti“ 1918, að ef verka- mannastéttin gæti ekki skapað sér stéttar-samtök og -flokk, þá gæti hún orðið handbendi borgarastéttarinnar, sbr. hvað Jónas segir í nefndri grein um tilraun Sveins Björnssonar annarsvegar til að ná fylgi verkamanna, — og tilraun „nokkurra oflátunga“ hinsvegar til þess að fá verkamenn til að gera aðsúg að ríkisstjórninni. ísland er enn fyrst og fremst bændaþjóðfélag 1916. Meirihluti þjóðarinnar býr í sveitum (1929 er það 57,3%). Og 40614 manns af þjóð, er telur 94690 árið 1920, l.ifa af landbúnaði eða 42,9%. Vegna þess hve frumstætt þjóðfélagið er, — og vegna þess hve ríkan þátt Jónas frá Hriflu sem sterkasti maður Framsóknarflokks- ins, er stofnaður var í desember 1916, átti í stofnun Alþýðuflokks- ins, skapast hin sterku tök Jónasar og Framsóknar á Alþýðuflokkn- um. Það var frá upphafi tilgangur Jónasar að gera Alþýðuflokkinn að flokki „lítilla sanda, lítilla sæva“, láta hann dunda við að reka „kúabú, garðrækt og fiskveiðar til hagnaðar bæjarfélögunum“ (Réttur, nefnd grein, 1918, bls. 32) og vera litli bróðir Framsóknar, fylgispakur í hvívetna. Hinsvegar var hlutverk og þjóðfélagsleg afstaða þessara tveggja stétta, — bænda og verkamanna, — gerólík, þótt þær ættu samleið í baráttu við auðmannastétt og ættu að vera bandamenn þar. Það var þá hugsjón Jónasar frá Hriflu og þorra Framsóknar- manna með honum að efla sveitirnar og bændastéttina eða a. m. k. halda styrkleika þeirra og til þess þurfti að standa gegn aukningu sjávarútvegsins og bæjanna. Framsókn var á móti þróun auðvalds- skipulagsins á íslandi. Það hlaut hinsvegar að verða stefna verkalýðsins strax og hann áttaði sig til fulls á þjóðfélagsþróuninni að standa með tæknilegri

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.