Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 59

Réttur - 01.01.1966, Page 59
R E T T U R 59 vaxandi, 1. maí orðið samstarfsdagur þeirra í Reykjavík og dregið stórum úr bræðravígum í verklýðssamtökunum, og samstaða orðið í veigamiklum verkföllum og kaupgjaldssamningum. Hafa verður þó jafnan í huga að tvenns konar tilhneiginga lilýtur alltaf að gæta í Alþýðuflokknum í þessum efnum: Annarsvegar er verkalýður Alþýðuflokksins, sem á í baráttu við atvinnurekendur eins og aðrir verkamenn og verkakonur, — og finnur um leið til valds síns og getur því verið sjálfstæður og harður, ef á þarf að halda (sbr. ágreininginn fyrir 9. nóv. 1963, líka í þing- flokki Alþýðuflokksins). Hinsvegar eru þeir aðiljar í Alþýðuflokknum, sem fyrst og fremst eru að hugsa um embætti og frama og treysta á slíkt í samvinnu við íhaldið og í skjóli þess. Hjá þeim gætir eðlilega meiri tilhliðrunar- semi og afsláttar við Ihaldið. Eiga þó ekki allir óskilt mál þar, kemur og gerð manna til greina. En meðal hinna framsýnni af þess- um mönnum mun farið að gæta skilnings á því að lítt muni treyst- andi á slík hlunnindi, ef Alþýðuflokkurinn verður æ háðari íhald- inu, enda eflist nú innan þess hinn nýríki, pólitíski unglingaskari, sem álítur sig sjálfkjörinn til hvers konar virðinga í krafti auðs og embættavalds Sjálfstæðisflokksins og er lítt gæddur þeirri pólitísku stjórnkænsku, er ýmsir eldri foringjar Sjálfstæðisflokksins lærðu eftir 1942. Þannig hefur það gengið, með sigrum og ósigrum, í hálfa öld að reyna að tryggja sjálfstæði verklýðshreyfingarinnar, — mikið unn- izt á, en markinu ekki náð á pólitíska sviðinu, meðan annar verk- lýðsflokkurinn enn er und.ir sterkum áhrifum auðmannaflokksins. Um hin einstöku atriði, sem gerzt hafa í þessari hálfrar aldar bar- áttu verður það auðvitað endanlega sögunnar að dæma, en ekki okkar, sem þátt 'hafa tekið í þessu mestallan tímann. Hið varhuga- verða fyrir verklýðsflokka er ekki það að vinna með Framsókn eða Ihaldinu, heldur hitt: að sætta sig við að borgaraflokkurinn ráð.i mestu um stefnuna og geti jafnvel haft líf verklýðsflokksins í hendi sér. En forsendan fyrir því að verkalýðs- og launþegastéttin geti markað stefnuna í þjóðfélaginu, er að flokkar hennar séu sterkir og óháðir borgaraflokkum og standi saman um þau höfuðmál, sem þeir vilja knýja fram. 50 ára barátta um að tryggja pólitískt sjálfstæði verklýðs- og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.