Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 63

Réttur - 01.01.1966, Side 63
R E T T U R 63 glórulaust afturhald beitti ofbeldi og brottflutningi forystumanna til þess að reyna að koma í veg fyrir að verklýðssamtök gætu starfað (Bolungavík, Keflavík 1932). A stjórnmálasviðinu var þetta tími hinnar vægðarlausu gagnrýni á því auðvaldsskipulagi, er olli kreppunni, atvinnuleys.inu og öllum hörmungunum. Við alþingiskosningarnar 1934 fengu verklýðsflokk- arnir til samans 27,7% atkvæða. Kommúnistaflokkurinn fékk þá 6,0% greiddra atkvæða.*) Alþýðuflokkurinn vann 1934 glæsileg- asta kosningasigur, sem bann hefur nokkru sinni unnið, á mjög rót- tækri stefnuskrá um áætlunarbúskap með hagsmuni almennings fyrir augum („4 ára áætlunin“) og fékk 21,7% allra greiddra.^t- kvæða. (Var jafnsterkur Framsókn, er fékk 21,9%). En Fram- sóknarflokkurinn eyðilagði í framkvæmd stjórnarsamvinnunnar all- ar slíkar róttækar tillögur Alþýðuflokksins og sprengdi svo stjórnina á gerðardómslögum gegn sjómönnum. Á árunum 1939—42 harðnaði enn á ný stéttabaráttan. „Þjóð- stjórnin“ var einhver afturhaldssamasta stjórn, sem að völdum hefur setið á íslandi og beitti óspart kúgunarlögum. Þegar brezki innrásar- herinn gekk til liðs við atvinnurekendur í kaupdeilunni í árgbyrjun 1941, kom til fangelsana á forvígismönnum verkamanna ;(dreifi- bréfsmálið) og svívirðilegir stéttadómar voru dæmdir (fangelsi 6—18 mánuði), en þegar þjóðstjórnin greip til gerðardómslaganna illræmdu í janúar 1942, sprakk hún sjálf, er Alþýðuflokkurinn fór út, og skæruhernaðurinn hófst undir forystu Sósíalistaflokksins og endaði með sögulegum stórsigri verklýðssamtakanna, sem markar tímamót í Islandssögunni. (Þá fékkst 8 tíma vinnudagur, kauphækk- un um 40%, 50% álag á eftirvinnu, 100% á næturvinnu, full dýr- tíðaruppbót sjálfkrafa á allt kaup og orlofslög sett). Ög'þessum sigri var síðan fylgt eftir með því tæknilega og þj óSfélagslega nýsköp-, unarstarfi, er ríkisstjórnin 1944—47 vann, en að henni stóðu báðii' verklýðsflokkarnir ásamt meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Það varð bylting í iífskjörum alþýðu, en ekki í völdum. Með sigrinum 1942 vann islenzk verklýðshrcyfing úrslitasigurinn í bar- *) Kommúnistaflokkurinn átti j)á í miklum innri erfiðleikum. Hafði fengið 7,5% við þingkosningar 1933. Til samanburðar má geta þess að atkvœðahlutfall Socialistisk Folkeparti í Noregi og Danmörku var við síðustu þingkosningar í þeim löndum 6%. t

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.